Ísland lendir aldrei neðar en í 3. sæti milliriðilsins 27. janúar 2007 21:13 Snorri Steinn Guðjónsson, Ólafur Stefánsson og Róbert Gunnarsson geta huggað sig við það að sama hvernig fer gegn Þjóðverjum á morgun, þá munu þeir líklegast sleppa við að mæta Króötum í 8-liða úrslitum HM. MYND/Pjetur Nú þegar aðeins ein umferð er eftir af keppni í milliriðlum HM í handbolta liggur nokkuð ljóst fyrir hvaða lið fara í 8-liða úrslit. Lokastaða riðlanna ræðst hins vegar alfarið af leikjum morgundagsins. Þó er ljóst að Ísland verður ávallt fyrir ofan Frakkland, sama hvernig leikir morgundagsins fara, og þar með getur liðið ekki endað neðar en í 3. sæti milliriðilsins. Mikilvægi sigursins á Frökkum í riðlakeppninni er í raun sífellt að aukast því með honum er ljóst að Íslendingar verða ávallt ofar en Frakkar í milliriðli 1, fari svo að liðin verði jöfn að stigum eftir leiki morgundagsins. Fari svo að Íslendingar tapi fyrir Þjóðverjum á morgun verður raunin sú, því fastlega er búist við því að Frakkar vinni auðveldan sigur á Túnisum. Þá yrðu bæði lið með sex stig en Íslendingar yrðu í þriðja sæti og Frakkar í því fjórða. Sú niðurstaða yrði enn þýðingarmeiri í ljósi þess að liðið í fjórða sæti milliriðils 1 mætir að öllum líkindum firnasterku liði Króata í 8-liða úrslitum. Króatar mæta Spánverjum í hreinum úrslitaleik um efsta sætið í milliriðli 2 á morgun og eru Króatar taldir nokkuð sigurstranglegri miðað við spilamennsku liðanna það sem af er. Að sama skapi er ljóst að ef Ísland tapar fyrir Þýskalandi mætir liðið annaðhvort Króatíu eða Spáni í 8-liða úrslitum. Eins og þessi upptalning ber með sér eru ýmsir möguleikar eru fyrir hendi í leikjunum í dag og er hægt er að velta tölfræðinni fyrir sér á fleiri vegu. Pólverjar mæta Slóvenum á morgun og eru mun sigurstranglegri, ekki síst í ljósi þess að Slóvenar eiga enga möguleika á að fara áfram í 8-liða úrslit. Þar sem Pólland vann Ísland verður liðið ávallt fyrir ofan Íslendinga í stigatöflunni, nema að svo ólíklega vildi til að Slóvenar sigruðu Pólverja og Íslendingar sigruðu Þjóðverja. Þá yrðu Íslendingar í efsta sæti milliriðils 1 og mættu að öllum líkindum Ungverjum eða Dönum í 8-liða úrslitum. Til að flækja dæmið enn frekar er hægt að setja dæmið upp á þann hátt að Íslendingar tapi fyrir Þjóðverjum , Pólverjar töpuðu fyrir Slóvenum en Frakkar sigruðu Túnis. Þá yrði Þýskaland í efsta sæti milliriðilsins með 8 stig en Ísland, Frakkland og Pólland enduðu öll með sex stig. Þá myndi íslenska liðið hins vegar hirða annað sætið, þar sem innbyrðis markatala liðsins í viðureignunum gegn Frökkum og Pólverjum er hagstæðust. Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Nú þegar aðeins ein umferð er eftir af keppni í milliriðlum HM í handbolta liggur nokkuð ljóst fyrir hvaða lið fara í 8-liða úrslit. Lokastaða riðlanna ræðst hins vegar alfarið af leikjum morgundagsins. Þó er ljóst að Ísland verður ávallt fyrir ofan Frakkland, sama hvernig leikir morgundagsins fara, og þar með getur liðið ekki endað neðar en í 3. sæti milliriðilsins. Mikilvægi sigursins á Frökkum í riðlakeppninni er í raun sífellt að aukast því með honum er ljóst að Íslendingar verða ávallt ofar en Frakkar í milliriðli 1, fari svo að liðin verði jöfn að stigum eftir leiki morgundagsins. Fari svo að Íslendingar tapi fyrir Þjóðverjum á morgun verður raunin sú, því fastlega er búist við því að Frakkar vinni auðveldan sigur á Túnisum. Þá yrðu bæði lið með sex stig en Íslendingar yrðu í þriðja sæti og Frakkar í því fjórða. Sú niðurstaða yrði enn þýðingarmeiri í ljósi þess að liðið í fjórða sæti milliriðils 1 mætir að öllum líkindum firnasterku liði Króata í 8-liða úrslitum. Króatar mæta Spánverjum í hreinum úrslitaleik um efsta sætið í milliriðli 2 á morgun og eru Króatar taldir nokkuð sigurstranglegri miðað við spilamennsku liðanna það sem af er. Að sama skapi er ljóst að ef Ísland tapar fyrir Þýskalandi mætir liðið annaðhvort Króatíu eða Spáni í 8-liða úrslitum. Eins og þessi upptalning ber með sér eru ýmsir möguleikar eru fyrir hendi í leikjunum í dag og er hægt er að velta tölfræðinni fyrir sér á fleiri vegu. Pólverjar mæta Slóvenum á morgun og eru mun sigurstranglegri, ekki síst í ljósi þess að Slóvenar eiga enga möguleika á að fara áfram í 8-liða úrslit. Þar sem Pólland vann Ísland verður liðið ávallt fyrir ofan Íslendinga í stigatöflunni, nema að svo ólíklega vildi til að Slóvenar sigruðu Pólverja og Íslendingar sigruðu Þjóðverja. Þá yrðu Íslendingar í efsta sæti milliriðils 1 og mættu að öllum líkindum Ungverjum eða Dönum í 8-liða úrslitum. Til að flækja dæmið enn frekar er hægt að setja dæmið upp á þann hátt að Íslendingar tapi fyrir Þjóðverjum , Pólverjar töpuðu fyrir Slóvenum en Frakkar sigruðu Túnis. Þá yrði Þýskaland í efsta sæti milliriðilsins með 8 stig en Ísland, Frakkland og Pólland enduðu öll með sex stig. Þá myndi íslenska liðið hins vegar hirða annað sætið, þar sem innbyrðis markatala liðsins í viðureignunum gegn Frökkum og Pólverjum er hagstæðust.
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira