Grænlenska bomban slær í gegn 28. janúar 2007 11:15 Angutimmarik Kreutzmann er aðeins 18 ára gamall en er samt næst markahæsti leikmaður HM í Þýskalandi. MYND/Getty Það könnuðust fáir við handboltamanninn Angutimmarik Kreutzmann frá Grænlandi áður en HM í handbolta hófst í vikunni. Nú er hin 18 ára gamla skytta, sem gengur undir gælunafninu "grænlenska bomban" í Þýskalandi, á allra manna vörum og undir smásjánni hjá mörgum stórum liðum. Kreutzmann er næst markahæstur það sem af er HM með 43 mörk . Grænlendingar hafa - og verða líklega aldrei - hátt skrifaðir í handboltaheiminum. Þeir hafa hins vegar fengið nokkra athygli á HM í Þýskalandi fyrir tilstilli Angutimmarik Kreutzmann, eða Angu eins og hann er kallaður á meðal þeirra sem til hans þekkja. Angu þessi er 18 ára gamall og var nánast með öllu óþekktur áður en HM hófst. Í Þýskalandi hefur hann hins vegar slegið í gegn, er næst markahæsti leikmaður keppninnar og vakið verðskuldaða athygli fyrir þrumuskot sín. Angu hefur skorað 43 mörk eftir fimm leiki en markahæstur er Filip Jicha hjá Tékklandi með 50 mörk eftir sex leiki. Angu er á mála hjá danska liðinu Silkeborg og hefur hingað til fengið fá tækifæri með aðalliði félagsins. Gera má ráð fyrir því að staða Angu hjá liðinu breytist í kjölfar HM, enda búinn að sýna og sanna að hann er fullfær um að standa sig á meðal þeirra allra bestu. Forráðamenn Silkeborg segjast ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda í "grænlensku bombuna". "Við höfum þegar fengið nokkrar fyrirspurnir um hann en við höfum engan áhuga á að missa hann," sagði Mikael Bak, þjálfari unglingaliðs Silkeborg, við Extrabladet í Danmörku. Angu getur spilað bæði sem vinstri skytta og leikstjórnandi og segir Mikael að hann búi yfir gríðarlegum hæfileikum. "Hann er með mikinn stökkkraft og hentar líkamsbygging hans handboltamanni einstaklega vel. Það er gaman að sjá hann standa sig svona vel á HM en danska úrvalsdeildin er líka erfið viðureignar. Hann er ennþá óþroskaður í leik sínum en möguleikarnir eru sannarlega til staðar," segir Mikael. Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira
Það könnuðust fáir við handboltamanninn Angutimmarik Kreutzmann frá Grænlandi áður en HM í handbolta hófst í vikunni. Nú er hin 18 ára gamla skytta, sem gengur undir gælunafninu "grænlenska bomban" í Þýskalandi, á allra manna vörum og undir smásjánni hjá mörgum stórum liðum. Kreutzmann er næst markahæstur það sem af er HM með 43 mörk . Grænlendingar hafa - og verða líklega aldrei - hátt skrifaðir í handboltaheiminum. Þeir hafa hins vegar fengið nokkra athygli á HM í Þýskalandi fyrir tilstilli Angutimmarik Kreutzmann, eða Angu eins og hann er kallaður á meðal þeirra sem til hans þekkja. Angu þessi er 18 ára gamall og var nánast með öllu óþekktur áður en HM hófst. Í Þýskalandi hefur hann hins vegar slegið í gegn, er næst markahæsti leikmaður keppninnar og vakið verðskuldaða athygli fyrir þrumuskot sín. Angu hefur skorað 43 mörk eftir fimm leiki en markahæstur er Filip Jicha hjá Tékklandi með 50 mörk eftir sex leiki. Angu er á mála hjá danska liðinu Silkeborg og hefur hingað til fengið fá tækifæri með aðalliði félagsins. Gera má ráð fyrir því að staða Angu hjá liðinu breytist í kjölfar HM, enda búinn að sýna og sanna að hann er fullfær um að standa sig á meðal þeirra allra bestu. Forráðamenn Silkeborg segjast ætla að gera allt sem í sínu valdi stendur til að halda í "grænlensku bombuna". "Við höfum þegar fengið nokkrar fyrirspurnir um hann en við höfum engan áhuga á að missa hann," sagði Mikael Bak, þjálfari unglingaliðs Silkeborg, við Extrabladet í Danmörku. Angu getur spilað bæði sem vinstri skytta og leikstjórnandi og segir Mikael að hann búi yfir gríðarlegum hæfileikum. "Hann er með mikinn stökkkraft og hentar líkamsbygging hans handboltamanni einstaklega vel. Það er gaman að sjá hann standa sig svona vel á HM en danska úrvalsdeildin er líka erfið viðureignar. Hann er ennþá óþroskaður í leik sínum en möguleikarnir eru sannarlega til staðar," segir Mikael.
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira