Tónlist

Police í tónleikaferðalag

Sting tekur lagið með félögum sínum í Police á Whisky a Go Go klúbbnum í L.A. á mánudagskvöld
Sting tekur lagið með félögum sínum í Police á Whisky a Go Go klúbbnum í L.A. á mánudagskvöld MYND/AP

Meðlimir hljómsveitarinnar The Police komu saman og opnuðu Grammy tónlistarverðlaunahátíðina síðasta sunnudag. Þeir höfðu ekki spilað saman síðan árið 1984. Hljómsveitina skipa Sting, Andy Summers og Stewart Copeland en þeir fóru allir að einbeita sér að sólóferli sínum eftir daga Police.

Þeim hefur greinilega líkað samspilið vel því þeir eru búnir að tilkynna að þeir ætli að halda í tónleikaferðalag. Byrjar túrinn þann 28. maí næstkomandi í Norður-Ameríku. Síðar ætla þeir til Evrópu í september og október áður en þeir halda aftur vestur. Þeir útiloka þó ekki að bæta við öðrum áfangastöðum eins og Suður-Ameríku og Ástralíu. Það verður því gaman fyrir aðdáendur sveitarinnar að fá tækifæri til að sjá þá aftur á sviði, eftir yfir 20 ára bið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×