Seðlabankinn hefur brugðist 16. febrúar 2007 18:30 Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið ættu að snúa sér að því að vinna fyrir almenning, segir Guðmundur Ólafsson lektor við Háskóla Íslands, og telur bankana ekkert muna um að bæta vaxtakjör til almennings. Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar sakaði banka um yfirgengilegt okur og græðgi á þingi í gær og kallaði eftir rannsókn á bönkunum og samráði þeirra. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra taldi ekki ástæðu til lagainngripa. Jóhanna sakaði þá ráðherra um að stilla sér upp með bönkunum gegn neytendum. Bankarnir hafa skellt skuldinni á stýrivexti Seðlabankans. Bankastjóri Landsbankans, Sigurjón þ. Árnason, sagði í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær að bankarnir að vaxtamunur hér væri ekki meiri en í útlöndum. Meðalvaxtamunur væri ríflega tvö prósent hjá Landsbankanum. "Hann lendir þarna í meðaltalsvillunni sem ég vil kalla. Hann leggur allt að jöfnu og tekur bara meðaltal út frá sjónarhóli bankans. En það er eins og að segja að Sigurjón Árnason sé 25 ára - að meðaltali," segir Guðmundur. Guðmundur tekur til dæmis að maður sem á 100 milljónir á bók hjá Landsbankanum fær um 14% vexti og slyppi líklega með um 16-17% vexti á láni sem hann tæki - vaxtamunurinn hjá honum er um tvö og hálft til þrjú prósent. Starfsstúlka á leikskóla með um 50 þúsund króna innistæðu að meðaltali, gæti setið uppi með lægstu vexti, 4,5%. Ef hún þyrfti að taka yfirdráttarlán fengi hún vexti upp á tæp 24%. "Nú þetta er vaxtamunur upp á 16-19%." Guðmundur segir bankana hæglega geta lækkað vaxtakjör almennings. "Ég sé ekki að þá muni neitt um það þó að innlánsvextir myndu hækka verulega og útlánsvextirnir væru lækkaðir eitthvað." Aðalatriðið er þó ekki, segir Guðmundur, hagnaður bankanna. "Það sem er kannski alvarlegast er að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hafa ekki gert neina tilraun til að upplýsa almenning um vaxtakjör í útlöndum þannig að venjulegur maður geti borið saman. Ég held að þeir ættu að snúa sér að því að vinna fyrir almenning." Fréttir Innlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið ættu að snúa sér að því að vinna fyrir almenning, segir Guðmundur Ólafsson lektor við Háskóla Íslands, og telur bankana ekkert muna um að bæta vaxtakjör til almennings. Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar sakaði banka um yfirgengilegt okur og græðgi á þingi í gær og kallaði eftir rannsókn á bönkunum og samráði þeirra. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra taldi ekki ástæðu til lagainngripa. Jóhanna sakaði þá ráðherra um að stilla sér upp með bönkunum gegn neytendum. Bankarnir hafa skellt skuldinni á stýrivexti Seðlabankans. Bankastjóri Landsbankans, Sigurjón þ. Árnason, sagði í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í gær að bankarnir að vaxtamunur hér væri ekki meiri en í útlöndum. Meðalvaxtamunur væri ríflega tvö prósent hjá Landsbankanum. "Hann lendir þarna í meðaltalsvillunni sem ég vil kalla. Hann leggur allt að jöfnu og tekur bara meðaltal út frá sjónarhóli bankans. En það er eins og að segja að Sigurjón Árnason sé 25 ára - að meðaltali," segir Guðmundur. Guðmundur tekur til dæmis að maður sem á 100 milljónir á bók hjá Landsbankanum fær um 14% vexti og slyppi líklega með um 16-17% vexti á láni sem hann tæki - vaxtamunurinn hjá honum er um tvö og hálft til þrjú prósent. Starfsstúlka á leikskóla með um 50 þúsund króna innistæðu að meðaltali, gæti setið uppi með lægstu vexti, 4,5%. Ef hún þyrfti að taka yfirdráttarlán fengi hún vexti upp á tæp 24%. "Nú þetta er vaxtamunur upp á 16-19%." Guðmundur segir bankana hæglega geta lækkað vaxtakjör almennings. "Ég sé ekki að þá muni neitt um það þó að innlánsvextir myndu hækka verulega og útlánsvextirnir væru lækkaðir eitthvað." Aðalatriðið er þó ekki, segir Guðmundur, hagnaður bankanna. "Það sem er kannski alvarlegast er að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hafa ekki gert neina tilraun til að upplýsa almenning um vaxtakjör í útlöndum þannig að venjulegur maður geti borið saman. Ég held að þeir ættu að snúa sér að því að vinna fyrir almenning."
Fréttir Innlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira