Bankarnir hunsuðu Samkeppniseftirlitið 17. febrúar 2007 18:30 Bankarnir hunsuðu tilmæli Samkeppniseftirlitsins um að auðvelda fólki að skipta um banka og afnema uppgreiðslugjald. Við því liggur engin refsing, segir forstjórinn. Rannsókn eftirlitsins, á kreditkortafyrirtækjum í eigu bankanna, er í fullum gangi en ekki er verið að rannsaka sérstaklega meint samráð banka á öðrum sviðum. Umræða um vaxtakjör og þjónustugjöld bankanna blossaði upp að nýju í vikunni. Formaður Neytendasamtakanna sagði í hádegisfréttum okkar að stýrivextir hefðu ekkert með þjónustugjöld og vaxtamun að gera og að bankarnir gætu boðið miklu betri kjör - þrátt fyrir háa stýrivexti. Á þingi sagði Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar að rannsaka þyrfti samráð bankanna. Bankarnir hafa vísað þessu á bug og sagt mikla samkeppni á bankamarkaði. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir enga rannsókn í gangi á meintu samráði bankanna. Samnorræn bankaskýrsla var kynnt í haust. Í ljós kom að vaxtamunurinn er meiri hér en á Norðurlöndunum - þó að arðsemi eiginfjár hafi verið hæst hér og að viðskiptavinir eigi örðugt með að flytja sig á milli banka. Samkeppniseftirlitið beindi ýmsum tilmælum til íslenskra banka við kynningu á skýrslunni, meðal annars að afnema uppgreiðslugjaldið. Um hálft ár er síðan skýrslan var kynnt og Páll Gunnar segir bankana hafa verið trega til að bregðast við henni. Aðspurður hvort eitthvað benti til að bankarnir hygðust verða tilmælum eftirlitsins, til dæmis með því að afnema uppgreiðslugjaldið sagði Páll "ekki í bili".Guðmundur Ólafsson lektor sagði í fréttum okkar í gær að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hefðu brugðist í því að upplýsa almenning um vaxtakjör í útlöndum og hér heima. Þegar fréttastofa hafði samband við Jónas Fr. Jónsson, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, nú síðdegis sagði hann það ekki hlutverk Fjármálaeftirlitsins að veita upplýsingar um vaxtakjör í mismunandi löndum. Meginverkefni eftirlitsins væri að gæta þess að undirstöður fjármálamarkaðarins væru traustar og lög og reglur haldnar. Fréttir Innlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira
Bankarnir hunsuðu tilmæli Samkeppniseftirlitsins um að auðvelda fólki að skipta um banka og afnema uppgreiðslugjald. Við því liggur engin refsing, segir forstjórinn. Rannsókn eftirlitsins, á kreditkortafyrirtækjum í eigu bankanna, er í fullum gangi en ekki er verið að rannsaka sérstaklega meint samráð banka á öðrum sviðum. Umræða um vaxtakjör og þjónustugjöld bankanna blossaði upp að nýju í vikunni. Formaður Neytendasamtakanna sagði í hádegisfréttum okkar að stýrivextir hefðu ekkert með þjónustugjöld og vaxtamun að gera og að bankarnir gætu boðið miklu betri kjör - þrátt fyrir háa stýrivexti. Á þingi sagði Jóhanna Sigurðardóttir þingmaður Samfylkingar að rannsaka þyrfti samráð bankanna. Bankarnir hafa vísað þessu á bug og sagt mikla samkeppni á bankamarkaði. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir enga rannsókn í gangi á meintu samráði bankanna. Samnorræn bankaskýrsla var kynnt í haust. Í ljós kom að vaxtamunurinn er meiri hér en á Norðurlöndunum - þó að arðsemi eiginfjár hafi verið hæst hér og að viðskiptavinir eigi örðugt með að flytja sig á milli banka. Samkeppniseftirlitið beindi ýmsum tilmælum til íslenskra banka við kynningu á skýrslunni, meðal annars að afnema uppgreiðslugjaldið. Um hálft ár er síðan skýrslan var kynnt og Páll Gunnar segir bankana hafa verið trega til að bregðast við henni. Aðspurður hvort eitthvað benti til að bankarnir hygðust verða tilmælum eftirlitsins, til dæmis með því að afnema uppgreiðslugjaldið sagði Páll "ekki í bili".Guðmundur Ólafsson lektor sagði í fréttum okkar í gær að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hefðu brugðist í því að upplýsa almenning um vaxtakjör í útlöndum og hér heima. Þegar fréttastofa hafði samband við Jónas Fr. Jónsson, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, nú síðdegis sagði hann það ekki hlutverk Fjármálaeftirlitsins að veita upplýsingar um vaxtakjör í mismunandi löndum. Meginverkefni eftirlitsins væri að gæta þess að undirstöður fjármálamarkaðarins væru traustar og lög og reglur haldnar.
Fréttir Innlent Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Sjá meira