Körfubolti

Dennis Johnson látinn

Johnson, eða "DJ" eins og hann var kallaður skorar hér gegn Kurt Rambis og Magic Johnson hjá LA Lakers árið 1985.
Johnson, eða "DJ" eins og hann var kallaður skorar hér gegn Kurt Rambis og Magic Johnson hjá LA Lakers árið 1985. NordicPhotos/GettyImages

Fyrrum NBA leikmaðurinn Dennis Johnson sem gerði garðinn frægan með Seattle Supersonics og Boston Celtics á níunda áratugnum er látinn. Johnson var þjálfari Austin Toros í æfingadeildinni í NBA og var bráðkvaddur á æfingu liðsins í dag. Hann var aðeins 52 ára gamall.

Johnson varð NBA meistari með liði Seattle árið 1979 og var þá kjörinn besti leikmaður úrslitanna. Hann gekk svo í raðir Boston Celtics og vann þar meistaratitla með liðinu árin 1984 og 1986 þar sem hann lék með mönnum eins og Larry Bird og Kevin McHale. Johnson spilaði fimm sinnum í stjörnuleiknum í NBA og skoraði að meðaltali 14 stig í leik á ferlinum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×