Vélmenni sem hafa ályktunarhæfni og tilfinningagreind er eitthvað sem hingað til hefur bara verið til í vísindaskáldskap en nú er samevrópskt teymi að þróa slík vélmenni.
Verkefnið ber nafnið Feelix Growing og vísindamenn frá sex löndum í Evrópu taka þátt í því, flestir rafeindaverkfræðingar en líka sálfræðingar og taugafræðingar.
Ætlunin er að vélmennin geti lært af mönnum að bregðast rétt við mismunandi félagslegu og tilfinningalegu áreiti.