Erlent

Fjögur stór vötn undir íshellunni

Roald Amundsen var fyrstur manna á Suðurpólinn
Roald Amundsen var fyrstur manna á Suðurpólinn Getty Images
Vísindamenn hafa uppgötvað fjögur stór stöðuvötn undir íshellu Suðurskautslandsins. Vísindamennirnir segja að vötnin hafi mikið að segja um hversu hratt íshellan brotnar og breytist í borgarísjaka sem rekur á haf út. Þetta kemur fram í vísindatímaritinu Nature. Þeir segja líka að það sé mikilvægt að skilja eðli samspils vatnanna og íssins til að geta spáð nákvæmar fyrir um afleiðingar loftslagsbreytinga. Vötnin eru hundruð kílómetra inni í landi en þau fundust með því að meta saman gögn af nýjum gervihnattamyndum og gögn sem safnað var í leiðangri fyrir meira en 40 árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×