UEFA Cup: Góður sigur Tottenham í Portúgal 8. mars 2007 23:51 Robbie Keane er hér borinn á kóngastóli eftir fyrra mark sitt í Portúgal. AFP Tottenham er í góðri stöðu eftir fyrri leik sinn við portúgalska liðið Braga í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld eftir 3-2 útisigur. Nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós í kvöld. Tottenham hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik en Dimitar Berbatov, sem skoraði hafði í hverjum leik í keppninni til þessa, náði ekki að nýta þau fínu færi sem hann fékk. Robbie Keane og Steed Malbranque komu Tottenham svo í 2-0 með mörkum á 57. og 72. mínútu. Lið Braga, sem á nokkrar sögulegar rætur að rekja til Arsenal á Englandi, gafst þó ekki upp og jafnaði leikinn á fimm mínútna kafla frá 76. til 81. mínútu og voru þar að verki þeir Paulo Jorge og Ze Carlos. Fyrra markið var reyndar skorað etir ansi umdeilda vítaspyrnu. Heimamenn sofnuðu svo á verðinum á lokamínútum uppbótartíma þar sem Robbie Keane skoraði sigurmarkið og tryggði enska liðinu dýrmætan sigur á útivelli. Þetta var eini útisigurinn í keppninni í kvöld fyrir utan 1-0 sigur Werder Bremen gegn Celta Vigo frá Spáni. Bremen er til alls líklegt í keppninni. Lens sigraði Bayern Leverkusen 2-1 og er þýska liðið því í ágætri stöðu fyrir síðari leikinn. PSG lagði Benfica 2-1, Maccabi Haifa og Espanyol skildu jöfn 0-0, Rangers náði aðeins 1-1 jafntefli á heimavelli gegn meiðslum hrjáðu liði Osasuna frá Spáni, þar sem heimamenn jöfnuðu í blálokin og eiga erfitt verkefni fyrir höndum í síðari leiknum. Sevilla náði óvænt aðeins jafntefli 2-2 á heimavelli gegn Shakhtar Donetsk og fyrr í kvöld vann Newcastle góðan 4-2 sigur á Grétari Rafni Steinssyni og félögum í AZ Alkmaar - sem þó eiga enn veika von um að komast áfram á útimörkum sínum tveimur í kvöld. Grétar varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leiknum sem sýndur var beint á Sýn. Evrópudeild UEFA Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Tottenham er í góðri stöðu eftir fyrri leik sinn við portúgalska liðið Braga í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld eftir 3-2 útisigur. Nokkur óvænt úrslit litu dagsins ljós í kvöld. Tottenham hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik en Dimitar Berbatov, sem skoraði hafði í hverjum leik í keppninni til þessa, náði ekki að nýta þau fínu færi sem hann fékk. Robbie Keane og Steed Malbranque komu Tottenham svo í 2-0 með mörkum á 57. og 72. mínútu. Lið Braga, sem á nokkrar sögulegar rætur að rekja til Arsenal á Englandi, gafst þó ekki upp og jafnaði leikinn á fimm mínútna kafla frá 76. til 81. mínútu og voru þar að verki þeir Paulo Jorge og Ze Carlos. Fyrra markið var reyndar skorað etir ansi umdeilda vítaspyrnu. Heimamenn sofnuðu svo á verðinum á lokamínútum uppbótartíma þar sem Robbie Keane skoraði sigurmarkið og tryggði enska liðinu dýrmætan sigur á útivelli. Þetta var eini útisigurinn í keppninni í kvöld fyrir utan 1-0 sigur Werder Bremen gegn Celta Vigo frá Spáni. Bremen er til alls líklegt í keppninni. Lens sigraði Bayern Leverkusen 2-1 og er þýska liðið því í ágætri stöðu fyrir síðari leikinn. PSG lagði Benfica 2-1, Maccabi Haifa og Espanyol skildu jöfn 0-0, Rangers náði aðeins 1-1 jafntefli á heimavelli gegn meiðslum hrjáðu liði Osasuna frá Spáni, þar sem heimamenn jöfnuðu í blálokin og eiga erfitt verkefni fyrir höndum í síðari leiknum. Sevilla náði óvænt aðeins jafntefli 2-2 á heimavelli gegn Shakhtar Donetsk og fyrr í kvöld vann Newcastle góðan 4-2 sigur á Grétari Rafni Steinssyni og félögum í AZ Alkmaar - sem þó eiga enn veika von um að komast áfram á útimörkum sínum tveimur í kvöld. Grétar varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í leiknum sem sýndur var beint á Sýn.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira