Erlent

Geislavirkni ástæða vatnsgosa á tungli

Mynd/NASA
Vatnsgosin sem verða á yfirborði ístunglsins Enceladus sem sveimar á sporbaug um Satúrnus skýrast af bráðnun sem varð vegna geislavirkni skömmu eftir að tunglið myndaðist. Það kom vísindamönnum mikið á óvart þegar þeir uppgötvuðu vatnsgosin árið 2005 og þeir veltu mikið fyrir sér hvað gæti ollið. Nú hafa menn fundið út að vegna þess hversu mikil geislavirkni var á tunglinu skömmu eftir að það myndaðist þá er möttull þess hægsjóðandi vatn sem brýst út í umræddum gosum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×