Græna byltingin 14. mars 2007 14:29 Ekki er nokkur ástæða til að velkjast í vafa um að ævintýraleg fylgisaukning vinstri grænna stafar fyrst og síðast af vitundarvakningu meðal þjóðarinnar um mikilvægi umhverfismála. Sambærileg græn bylting er að eiga sér stað meðal annarra Evrópuþjóða. Fyrir vikið keppast nú stjórnmálamenn víða um álfuna við að sýna á sér grænar hliðar. Síðastliðinn föstudag innsigluðu leiðtogar Evrópusambandsins metnaðarfulla áætlun um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda allra 27 ríkja sambandsins. Og í gær lagði David Miliband, umhverfisráðherra Bretlands, fram fyrsta lagafrumvarp sinnar tegundar um hvernig Bretar ætla að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum á komandi áratugum. Lýsti Miliband því yfir að hann reiknaði með að fjölmörg önnur lönd myndu fylgja í fótspor Bretlands á næstunni og setja lög sem skuldbinda ríkisstjórnir framtíðarinnar til að leita leiða til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Umhverfismálin hafa lengi tilheyrt vinstri væng stjórnmálanna. Hingað til hafa hægrimenn, sama hvar þeir eru í sveit settir, almennt til dæmis verið fremur neikvæðir í garð þess að íþyngja stórfyrirtækjum með kröfum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í Bandaríkjunum hafa hvorki repúblíkanar né demókratar, sem eru að mörgu leyti til hægri við flesta evrópska hægriflokka, verið tilbúnir til þess að skuldbinda landið í þeirri baráttu. Undantekningin er ein, Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, sem hefur komið á koppinn reglum í evrópskum anda. Það sem gerir frumkvæði Breta frá því í gær sérstaklega merkilegt er að þverpólitísk sátt er um frumvarp ráðherra Verkamannaflokksins. Er það án efa ákveðinn vegvísir um hvaða mál breskir stjórnmálamenn reikna með að verði í brennidepli í næstu kosningum þar í landi. Ganga breskir fjölmiðlar jafnvel svo langt að tala um að keppni sé hafin þeirra á milli um hver sé grænastur. Tony Blair, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði í gær við gesti í Downingstræti að barátta núverandi kynslóða gegn loftslagsbreytingum væri jafn mikilvæg og barátta fyrri kynslóða gegn kommúnisma og fasisima. Arftaki hans, Gordon Brown, hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja, og David Cameron foringi Íhaldsflokksins, hefur gengið svo langt að boða nýja skatta á farþegaflug til verndar umhverfinu. Þykir það sýna þunga málsins því fátt hefur í fortíð strokið kjósendum íhaldsflokksins óþyrmilegar öfugt, en hugmyndir um aukna skattheimtu. Auðvitað eru þeir svo enn til sem aðhyllast kenningar danska tölfræðingsins Björns Lomborg sem segir að hlýnun jarðarinnar af mannavöldum sé tóm steypa. En eins og Steingrímur J. og félagar finna á eigin skinni liggur straumurinn í hina áttina; kjósendur vilja láta umhverfið njóta vafans. Jón Kaldal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun
Ekki er nokkur ástæða til að velkjast í vafa um að ævintýraleg fylgisaukning vinstri grænna stafar fyrst og síðast af vitundarvakningu meðal þjóðarinnar um mikilvægi umhverfismála. Sambærileg græn bylting er að eiga sér stað meðal annarra Evrópuþjóða. Fyrir vikið keppast nú stjórnmálamenn víða um álfuna við að sýna á sér grænar hliðar. Síðastliðinn föstudag innsigluðu leiðtogar Evrópusambandsins metnaðarfulla áætlun um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda allra 27 ríkja sambandsins. Og í gær lagði David Miliband, umhverfisráðherra Bretlands, fram fyrsta lagafrumvarp sinnar tegundar um hvernig Bretar ætla að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum á komandi áratugum. Lýsti Miliband því yfir að hann reiknaði með að fjölmörg önnur lönd myndu fylgja í fótspor Bretlands á næstunni og setja lög sem skuldbinda ríkisstjórnir framtíðarinnar til að leita leiða til að minnka losun gróðurhúsalofttegunda. Umhverfismálin hafa lengi tilheyrt vinstri væng stjórnmálanna. Hingað til hafa hægrimenn, sama hvar þeir eru í sveit settir, almennt til dæmis verið fremur neikvæðir í garð þess að íþyngja stórfyrirtækjum með kröfum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í Bandaríkjunum hafa hvorki repúblíkanar né demókratar, sem eru að mörgu leyti til hægri við flesta evrópska hægriflokka, verið tilbúnir til þess að skuldbinda landið í þeirri baráttu. Undantekningin er ein, Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri Kaliforníu, sem hefur komið á koppinn reglum í evrópskum anda. Það sem gerir frumkvæði Breta frá því í gær sérstaklega merkilegt er að þverpólitísk sátt er um frumvarp ráðherra Verkamannaflokksins. Er það án efa ákveðinn vegvísir um hvaða mál breskir stjórnmálamenn reikna með að verði í brennidepli í næstu kosningum þar í landi. Ganga breskir fjölmiðlar jafnvel svo langt að tala um að keppni sé hafin þeirra á milli um hver sé grænastur. Tony Blair, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði í gær við gesti í Downingstræti að barátta núverandi kynslóða gegn loftslagsbreytingum væri jafn mikilvæg og barátta fyrri kynslóða gegn kommúnisma og fasisima. Arftaki hans, Gordon Brown, hefur heldur ekki látið sitt eftir liggja, og David Cameron foringi Íhaldsflokksins, hefur gengið svo langt að boða nýja skatta á farþegaflug til verndar umhverfinu. Þykir það sýna þunga málsins því fátt hefur í fortíð strokið kjósendum íhaldsflokksins óþyrmilegar öfugt, en hugmyndir um aukna skattheimtu. Auðvitað eru þeir svo enn til sem aðhyllast kenningar danska tölfræðingsins Björns Lomborg sem segir að hlýnun jarðarinnar af mannavöldum sé tóm steypa. En eins og Steingrímur J. og félagar finna á eigin skinni liggur straumurinn í hina áttina; kjósendur vilja láta umhverfið njóta vafans. Jón Kaldal
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun