Körfubolti

Treyja Kobe Bryant nú vinsælust í Kína

NordicPhotos/GettyImages

Kobe Bryant á nú vinsælustu keppnistreyju allra leikmanna í NBA deildinni í Kína á meðan treyja heimamannsins Yao Ming hefur hrapað niður lista þeirra söluhæstu. Treyja Bryant er sú vinsælasta í Bandaríkjunum, en Yao Ming er aðeins í sjötta sæti í heimalandi sínu.

Bryant fór upp um þrjú sæti á listanum í Kína þegar sölutölur frá byrjun tímabilsins í haust og fram að stjörnuleik voru birtar. Allen Iverson er sem fyrr í öðru sæti listans, en Tracy McGrady - félagi Yao hjá Houston - er fallinn niður í þriðja sætið yfir söluhæstu treyjurnar.

Dwyane Wade er kominn í fjórða sæti en var í því tíunda áður, LeBron James stendur í stað í fimmta sæti og heimamaðurinn Yao Ming verður að láta sér lynda sjötta sætið. Salan á treyjum hefur margfaldast í Kína undanfarin ár og reiknað er með 50% aukningu á þessu ári. Tíu nýjar NBA verslanir verða opnaðar í Kína á næsta ári og þar er NBA boltinn nú sýndur á 51 sjónvarpsstöð í stað 32 á síðasta ári. Kína er fjölmennasta land í heiminum með um 1,3 milljarða íbúa.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×