Ómar telur víst að fylgið tvöfaldist að minnsta kosti 25. mars 2007 18:30 Ómar Ragnarsson telur að Íslandshreyfingin eigi að geta fengið að minnsta kosti tíu prósenta fylgi í kosningunum í vor. Hann segir að flokkurinn taki fyrst og fremst fylgi frá Sjálfstæðisflokknum og vinstri grænum, eins og sjáist á könnun Fréttablaðsins í dag, sem gefur flokknum fimm prósenta fylgi. Þetta er fyrsta könnun Fréttablaðsins frá því Íslandshreyfingin var formlega stofnuð og mælist flokkurinn með aðeins meira fylgi en Frjálslyndi flokkurinn og fengi fimm prósent atkvæða og þrjá menn kjörna á þing ef kosið væri í dag. Hinn nýji flokkur nýtur meira fylgis meðal karla en kvenna. Ómar Ragnarsson formaður hreyfingarinnar segir þetta ágæta byrjun. "Ég tel alveg raunhæft að við getum tvöfaldað þetta fylgi," segir Ómar. Í hans huga sé aðalatriðið að nógu margir komi til liðs við hreyfinguna úr öllum áttum, sérstaklega úr þeim áttum sem stóriðjustefnan eigi nú föst tök. Því fleiri sem komi til hreyfingarinnar, aukist líkur á að takmarkið náist örugglega. Ómar segir könnunina sýna að Íslandshreyfingin geti komið í veg fyrir að stóriðjuflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn geti kippt Frjálslyndum upp í hjá sér og myndað hreina stóriðjustjórn. Íslandshreyfingin taki fylgi af Sjálfstæðisflokknum en líka Vinstri grænum. Að mati Ómars var hættan sú áður en Íslandshreyfingin bauð fram að þeir hefðu áður kosið Sjálfstæðisflokkinn eða Frjálslynda flokkinn en ætluðu að kjósa Vinstri græna út af umhverfismálunum, hrykkju í heimahagana þegar á reyndi í kjörklefanum. Nú hefðu þessir kjósendur val um að koma til Íslandshreyfingarinnar. Fylgi Frjálslynda flokksins heldur áfram að dala og er nú 4,4 prósent, sem gæti þýtt vegna fimm prósenta reglu um kjörfylgi, að flokkurinn næði ekki manni inn á þing. Flokkurinn náði mestu fylgi, ríflega tíu prósentum, þegar umræðan um innflytjendamál var háværust fyrir nokkrum mánuðum og því spurning hvort þeim málum verði haldið hærra á lofti af hálfu Frjálslyndra. Guðjón A Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins segir að flokkurinn þurfi ekki að lyfta þessum málum neitt hærra. Þau verði hins vegar rædd af hálfu flokksins í kosningabaráttunni, enda sé það nauðsynlegt. Þessi mál séu í öðrum farvegi á landsbyggðinni annars vegar og á Reykjavíkursvæðinu hins vegar, þar sem þau snúist um undirboð á launamarkaði. Vinstri hreyfingin grænt framboð missir líka fylgi milli kannana, fer úr 25,7 prósentum í 23,3 prósent og fengi 16 þingmenn, en flokkurinn er nú með fimm þingmenn. Samfylkingin fengi 21 prósent og 14 þingmenn, sem er langt frá síðustu kosningum þegar flokkurinn fékk 20 þingmenn kjörna. En flokkurinn bætir við sig tæpum tveimur prósentum frá síðustu könnun. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður samfylkingarinnar telur að málflutningur Samfylkingarinnar sé farinn að skila sér. Frambjóðendur flokksins finni það á fundum með kjósendum. Hann óttast hins vegar að framboð Íslandshreyfingarinnar taki fyrst og fremst fylgi af stjórnarandstöðuflokkunum, þótt það sé ekki ætlun forystufólks hennar. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 36,1 prósent sem er tæplega þremur prósentustigum minna en í síðustu könnun Fréttablaðsins. Þetta er hins vegar meira en kjörfylgi flokksins og myndu Sjálfstæðismenn bæta við sig tveimur þingmönnum og fá 24 menn kjörna á þing. Framsóknarflokkurinn stendur í stað frá síðustu könnun í 9,4 prósentum og fengi sex þingmenn, helmingi færri en flokkurinn hefur nú á Alþingi. Stjórnarmeirihlutinn er því fallinn, er samanlagt með 30 þingmenn á móti 33 þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna. Íslandshreyfingin Kosningar 2007 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Ómar Ragnarsson telur að Íslandshreyfingin eigi að geta fengið að minnsta kosti tíu prósenta fylgi í kosningunum í vor. Hann segir að flokkurinn taki fyrst og fremst fylgi frá Sjálfstæðisflokknum og vinstri grænum, eins og sjáist á könnun Fréttablaðsins í dag, sem gefur flokknum fimm prósenta fylgi. Þetta er fyrsta könnun Fréttablaðsins frá því Íslandshreyfingin var formlega stofnuð og mælist flokkurinn með aðeins meira fylgi en Frjálslyndi flokkurinn og fengi fimm prósent atkvæða og þrjá menn kjörna á þing ef kosið væri í dag. Hinn nýji flokkur nýtur meira fylgis meðal karla en kvenna. Ómar Ragnarsson formaður hreyfingarinnar segir þetta ágæta byrjun. "Ég tel alveg raunhæft að við getum tvöfaldað þetta fylgi," segir Ómar. Í hans huga sé aðalatriðið að nógu margir komi til liðs við hreyfinguna úr öllum áttum, sérstaklega úr þeim áttum sem stóriðjustefnan eigi nú föst tök. Því fleiri sem komi til hreyfingarinnar, aukist líkur á að takmarkið náist örugglega. Ómar segir könnunina sýna að Íslandshreyfingin geti komið í veg fyrir að stóriðjuflokkarnir tveir, Sjálfstæðisflokkur og Framsókn geti kippt Frjálslyndum upp í hjá sér og myndað hreina stóriðjustjórn. Íslandshreyfingin taki fylgi af Sjálfstæðisflokknum en líka Vinstri grænum. Að mati Ómars var hættan sú áður en Íslandshreyfingin bauð fram að þeir hefðu áður kosið Sjálfstæðisflokkinn eða Frjálslynda flokkinn en ætluðu að kjósa Vinstri græna út af umhverfismálunum, hrykkju í heimahagana þegar á reyndi í kjörklefanum. Nú hefðu þessir kjósendur val um að koma til Íslandshreyfingarinnar. Fylgi Frjálslynda flokksins heldur áfram að dala og er nú 4,4 prósent, sem gæti þýtt vegna fimm prósenta reglu um kjörfylgi, að flokkurinn næði ekki manni inn á þing. Flokkurinn náði mestu fylgi, ríflega tíu prósentum, þegar umræðan um innflytjendamál var háværust fyrir nokkrum mánuðum og því spurning hvort þeim málum verði haldið hærra á lofti af hálfu Frjálslyndra. Guðjón A Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins segir að flokkurinn þurfi ekki að lyfta þessum málum neitt hærra. Þau verði hins vegar rædd af hálfu flokksins í kosningabaráttunni, enda sé það nauðsynlegt. Þessi mál séu í öðrum farvegi á landsbyggðinni annars vegar og á Reykjavíkursvæðinu hins vegar, þar sem þau snúist um undirboð á launamarkaði. Vinstri hreyfingin grænt framboð missir líka fylgi milli kannana, fer úr 25,7 prósentum í 23,3 prósent og fengi 16 þingmenn, en flokkurinn er nú með fimm þingmenn. Samfylkingin fengi 21 prósent og 14 þingmenn, sem er langt frá síðustu kosningum þegar flokkurinn fékk 20 þingmenn kjörna. En flokkurinn bætir við sig tæpum tveimur prósentum frá síðustu könnun. Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður samfylkingarinnar telur að málflutningur Samfylkingarinnar sé farinn að skila sér. Frambjóðendur flokksins finni það á fundum með kjósendum. Hann óttast hins vegar að framboð Íslandshreyfingarinnar taki fyrst og fremst fylgi af stjórnarandstöðuflokkunum, þótt það sé ekki ætlun forystufólks hennar. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 36,1 prósent sem er tæplega þremur prósentustigum minna en í síðustu könnun Fréttablaðsins. Þetta er hins vegar meira en kjörfylgi flokksins og myndu Sjálfstæðismenn bæta við sig tveimur þingmönnum og fá 24 menn kjörna á þing. Framsóknarflokkurinn stendur í stað frá síðustu könnun í 9,4 prósentum og fengi sex þingmenn, helmingi færri en flokkurinn hefur nú á Alþingi. Stjórnarmeirihlutinn er því fallinn, er samanlagt með 30 þingmenn á móti 33 þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna.
Íslandshreyfingin Kosningar 2007 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira