Körfubolti

Tímabilið búið hjá Ray Allen

Ray Allen hefur verið með rúm 26 stig að meðaltali í leik í vetur.
Ray Allen hefur verið með rúm 26 stig að meðaltali í leik í vetur. MYND/Getty

Ray Allen mun ekki spila meira með liði sínu Seattle Supersonics í NBA-deildinni á tímabilinu en leikmaðurinn hefur ákveðið að bíða ekki lengur með að gangast undir óumflýjanlega aðgerð á ökkla. Allen hefur spilað sárþjáður í síðustu leikjum liðsins.

"Það hefur verið að spila á þann hátt sem ég hef verið að gera síðustu vikur; að koma inn á í smá tíma þar til ökklinn þolir ekki meira, síðan að hvíla sig og síðan spila meira þar til ökklinn gefur sig. Þetta getur ekki gert manni gott og því kýs ég að fara strax í aðgerð," segir Allen, en það sem spilar einnig inn í ákvörðun hans er að Seattle á litla sem enga möguleika á að komast í úrslitakeppni deildarinnar.

Meiðslin hafa hrjáð Allen frá því í febrúar en samt sem áður hefur hann náð að halda sínu striki sem yfirburðamaður hjá Seattle, en Allen hefur skorað 26,3 stig að meðaltali í vetur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×