Körfubolti

Gilbert Arenas meiddur

Draumur Washington um að ná langt í úrslitakeppninni er að verða að engu
Draumur Washington um að ná langt í úrslitakeppninni er að verða að engu NordicPhotos/GettyImages
Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Washington tapaði annan daginn í röð fyrir Charlotte og varð fyrir enn einu áfallinu þegar Gilbert Arenas tognaði á hné og verður hann líklega frá keppni í nokkrar vikur vegna þessa. Þá vann Chicago þýðingarmikinn sigur á Detroit á útivelli.

Washington lá heima 108-100 fyrir Charlotte. Gerald Wallace skoraði 27 stig, hirti 12 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Charlotte en Antawn Jamison skoraði 25 stig og hirti 11 fráköst.

Chicago skellti Detroit 106-88 á útivelli þrátt fyrir að vera án Ben Wallace sem var veikur. Kirk Hinrich skoraði 29 stig fyrir Chicago en Chauncey Billups skoraði 17 fyrir Detroit.

Houston tapaði óvænt heima fyrir Golden State 110-99 þar sem Tracy McGrady þurfti að fara af velli í byrjun leiks meiddur í baki. Yao Ming skoraði aðeins 9 stig fyrir Houston, en Luther Head skoraði 20 stig. Jason Richardson skoraði 27 stig fyrir Golden State.

LA Clippers hafði betur í grannaslagnum við Lakers 90-82. Kobe Bryant skoraði 29 stig fyrir Lakers en Corey Maggette 22 fyrir Clippers.



Önnur úrslit í nótt:


Orlando 108 - Toronto 111

New Jersey 101 - Atlanta 86

New York 90 - Philadelphia 92

New Orleans 101 - Seattle 92

Milwaukee 98 - Boston 89

Denver 120 - Sacramento 115

Portland 94 - Utah 89
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×