Tottenham tapaði 2-1 fyrir Sevilla í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í kvöld. Robbie Keane kom enska liðinu yfir eftir rúma mínútu, en fyrrum leikmaður Tottenham, Freddie Kanoute, jafnaði skömmu síðar. Alexander Kerzhakov skoraði sigurmark spænska liðsins eftir 36 mínútur.
AZ Alkmaar og Werder Bremen skildu jöfn 0-0 í Hollandi, þar sem Grétar Rafn Steinsson spilaði allan leikinn fyrir AZ, en fékk gult spjald og verður í leikbanni í síðari leiknum. Espanyol lagði Benfica 3-2. Fyrr í dag vann Osasuna 3-0 stórsigur á Bayer Leverkusen í Þýskalandi.