Aukinn forgangur hjá strætó og meiri endurvinnsla 11. apríl 2007 14:58 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson í strætisvagni í dag í tengslum við kynningu grænu hugmyndanna. MYND/Stöð 2 Ókeypis bílastæði fyrir vistvæna bíla, aukinn forgangur strætisvagna í umferðinni og aukin endurvinnsla eru meðal þeirra grænu skrefa sem borgaryfivöld ætla að ráðast í á næstu árum. Forsvarsmenn borgarinnar kynntu þessar hugmyndir á blaðamannafundi í dag. Auk þessa ætla yfirvöld í borginni að breikka og hita upp göngu- og hjólreiðastíginnn frá Ægissíðu og upp í Elliðaárdal og sinna göngu- og hjólreiðastígum eins og götum borgarinnar allan ársins hring til þess að hvetja fólk til að hjóla og ganga meira. Spornað verður við notkun nagladekkja í samráði við ríki og önnur sveitarfélög og mótuð loftslagsáætlun fyrir Reykjavíkurborg til tíu ára til að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum. 500.000 tré verða gróðursett í landi Reykjavíkur til aukinnar skjólmyndunar, meiri skógræktar og bindingar koltvísýrings. Þá eru uppi hugmyndir um að gera Pósthússtræti með fram Austurvelli að göngugötu á góðviðrisdögum og sömuleiði að endurskipuleggja Miklatún í samráði við íbúa. Þá gera hugmyndirnar ráð fyrir að kaffihús verði komið á laggirnar í Hljómskálagarðinum. Þá verður við nýtt aðalskipulag Reykjavíkur unnið frá grunni með sjálfbæra þróun að leiðarljósi og þétting byggðar og græn svæði meðal lykilhugtaka í í nýjum hverfum borgarinnar. Enn fremur vilja borgaryfirvöld að lóðir grunn- og leikskóla verði endurbættar og að skólar bjóði með markvissum hætti upp á lífrænt ræktuð matvæli. Áframhald verður á hreinsunar- og fegrunarátaki borgarinnar og nýjar innkaupareglur verða innleiddar í borginni þannig að vistvæn innkaup verði meginreglan. Umhverfismál Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Innlent Fleiri fréttir Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Sjá meira
Ókeypis bílastæði fyrir vistvæna bíla, aukinn forgangur strætisvagna í umferðinni og aukin endurvinnsla eru meðal þeirra grænu skrefa sem borgaryfivöld ætla að ráðast í á næstu árum. Forsvarsmenn borgarinnar kynntu þessar hugmyndir á blaðamannafundi í dag. Auk þessa ætla yfirvöld í borginni að breikka og hita upp göngu- og hjólreiðastíginnn frá Ægissíðu og upp í Elliðaárdal og sinna göngu- og hjólreiðastígum eins og götum borgarinnar allan ársins hring til þess að hvetja fólk til að hjóla og ganga meira. Spornað verður við notkun nagladekkja í samráði við ríki og önnur sveitarfélög og mótuð loftslagsáætlun fyrir Reykjavíkurborg til tíu ára til að draga úr losun á gróðurhúsalofttegundum. 500.000 tré verða gróðursett í landi Reykjavíkur til aukinnar skjólmyndunar, meiri skógræktar og bindingar koltvísýrings. Þá eru uppi hugmyndir um að gera Pósthússtræti með fram Austurvelli að göngugötu á góðviðrisdögum og sömuleiði að endurskipuleggja Miklatún í samráði við íbúa. Þá gera hugmyndirnar ráð fyrir að kaffihús verði komið á laggirnar í Hljómskálagarðinum. Þá verður við nýtt aðalskipulag Reykjavíkur unnið frá grunni með sjálfbæra þróun að leiðarljósi og þétting byggðar og græn svæði meðal lykilhugtaka í í nýjum hverfum borgarinnar. Enn fremur vilja borgaryfirvöld að lóðir grunn- og leikskóla verði endurbættar og að skólar bjóði með markvissum hætti upp á lífrænt ræktuð matvæli. Áframhald verður á hreinsunar- og fegrunarátaki borgarinnar og nýjar innkaupareglur verða innleiddar í borginni þannig að vistvæn innkaup verði meginreglan.
Umhverfismál Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Innlent Fleiri fréttir Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Sjá meira