Körfubolti

Memphis stöðvaði Denver

Denver tapaði fyrir botnliðinu Memphis í nótt
Denver tapaði fyrir botnliðinu Memphis í nótt NordicPhotos/GettyImages

Neðsta lið NBA deildarinnar Memphis Grizzlies gerði sér lítið fyrir og stöðvaði átta leikja sigurhrinu Denver Nuggets í nóptt með 133-118 sigri í fjörugum leik. Chucky Atkins og Tarence Kinsey skoruðu 28 stig hvor fyrir Memphis en Carmelo Anthony var atkvæðamestur hjá Denver með 28 stig. Alls voru sjö leikir á dagskrá í nótt.

Cleveland burstaði Atlanta 110-76 og á enn möguleika á að ná Chicago í miðriðlinum. Josh Smith skoraði 23 stig fyrir Atlanta en LeBron James skoraði 23 stig fyrir Cleveland.

Houston lagði New Orleans í beinni á NBA TV 123-112. Yao Ming skoraði 30 stig fyrir Houston en David West var með 33 stig hjá New Orleans. Charlotte lagði Milwaukee á útivelli 113-92 þar sem Walter Herrmann fór á kostum með 30 stigum og 9 fráköstum. Mo Williams skoraði 16 stig fyrir Milwaukee.

Phoenix valtaði yfir Utah á útivelli 126-98, en þetta var þó aðeins fyrsti sigur Phoenix á Utah í fjórum viðureignum í vetur. Leandro Barbosa skoraði 28 stig fyrir Phoenix og Steve Nash gaf 18 stoðsendingar. Mehmet Okur skoraði 20 stig og hirti 10 fráköst fyrir Utah.

Loks vann Portland sigur á Seattle 108-102 þar sem Rashard Lewis skoraði 29 stig fyrir Seattle en Jarrett Jack var með 25 stig hjá Portland. Orlando lagði Philadelphia fyrr í gærkvöld 104-87, en greint var frá þeim leik í frétt á Vísi í gærkvöldi.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×