Körfubolti

NBA: Beðið eftir Oden

Greg Oden þykir gríðarlegt efni
Greg Oden þykir gríðarlegt efni NordicPhotos/GettyImages

Gríðarleg eftirvænting ríkir nú í NBA deildinni um hvort miðherjinn öflugi Greg Oden hjá Ohio State háskólanum gefur kost á sér í nýliðavalinu í sumar. Oden er talinn einhver efnilegasti miðherji sem spilað hefur í háskólaboltanum á síðustu árum.

Talið er víst að Oden verði valinn númer eitt eða tvö ef hann gefur kost á sér, en annar eftirsóttur kappi, Kevin Durant hjá Texas háskólanum, hefur þegar gefið kost á sér í sumar.

Faðir Oden sagði í blaðaviðtali á dögunum að hann ætti ekki von á öðru en að drengurinn gæfi kost á sér í nýliðavalið, en það hefur enn ekki verið staðfest. Oden er 19 ára gamall, 213 cm á hæð og 127 kíló. Hann skoraði 25 stig, hirti 12 fráköst og varði 4 skot í úrslitaleik háskólaboltans á dögunum þegar lið hans tapaði fyrir tvöföldum meisturum Flórída.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×