Körfubolti

Riley verður áfram hjá Miami

Pat Riley ásamt stjörnuleikmanni sínum, Dwayne Wade.
Pat Riley ásamt stjörnuleikmanni sínum, Dwayne Wade. MYND/Getty

Pat Riley, þjálfari Miami Heat í NBA-deildinni, segir allar líkur á því að hann stjórni Miami-liðinu allt þar til samningur hans við félagið rennur út árið 2010. Riley hefur átt við heilsuvandamál að stríða síðustu misseri og vildu margir meina að núverandi tímabil kynni að vera hans síðasta með Miami. Riley segist hins vegar vera í fullu fjöri.

"Mínar áætlanir gera ráð fyrir því að vera hérna í þau þrjú ár sem ég á eftir af samningi mínum við félagið," segir Riley, en hann er aðalþjálfari og jafnframt forseti Miami. "Ég og Micky (Arison, eigandi Miami) höfum átt mjög gott samstarf og hann hefur sagt við mig að ég geti verið hér eins lengi og ég vill."

"Ég hef ekki hug á að fara til annars liðs. Miami er mitt heimili, mín borg og hér er mitt lið," sagði Riley, en hann hefur ekki stjórnað liðinu mikið á þessu tímabili vegna aðgerða sem hann fór í á mjöðm og hné.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×