Körfubolti

21,8 milljónir manns sáu leikina

Þessir tveir félagar eru í hópi þeirra 21,8 milljóns manns sem sáu NBA-leiki vetrarins.
Þessir tveir félagar eru í hópi þeirra 21,8 milljóns manns sem sáu NBA-leiki vetrarins. MYND/Getty

Nýtt aðsóknarmet var sett í NBA-deildinni á nýafstöðnu keppnistímabili í NBA-deildinni en alls komu 21,8 milljónir manna á leiki vetrarins, eða 17,757 manns að meðaltali. Þetta er þriðja árið í röð sem nýtt aðsóknarmet er sett í deildinni, en í fyrra mættu 17,558 manns að meðaltali á hvern leik í deildinni.

Þau þrjú lið sem fengu mesta aðsókn á leiki sína að meðaltali koma öll úr Austurdeildinni. Chicago var með flesta áhorfendur, eða 22,253 að meðaltali, en næst komu Detroit (22,076), og Cleveland (20,436).

Orlando, Portland, LA Clippers og Houston juku mest við áhorfendafjölda sinn, en áhorfendur á leikjum þessara liða voru 7-10 prósent fleiri en í fyrra. Uppselt var á 600 leiki á tímabilinu, sem er það mesta í áratug.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×