Ekki byrjað að mæla skyggni á Hólmsheiði 2. maí 2007 18:57 Röskum átján mánuðum eftir að flugvöllur á Hólmsheiði þótti álitlegur kostur - hafa enn engin tæki verið keypt til að mæla skyggni og skýjahæð á heiðinni. Samgönguráðuneytið hefur enn ekki farið fram á það við Flugstoðir ohf. að hefja mælingar sem nauðsynlegar eru til að taka afstöðu til flugvallar á heiðinni. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir að hægt hefði verið að ná nægilegum upplýsingum á einu til tveimur árum. Í umræðum um flugvöll á Hólmsheiði hafa menn, og þar á meðal forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, vísað til þess að ekki sé hægt að taka afstöðu til flugvallarstæðisins fyrr en eftir ítarlegar veðurmælingar. Fimm ára mælingar hafa verið nefndar í þessu samhengi. Óekki, segir Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur. Vissulega sé betra að mæla árum saman en hægt yrði, m.a. með hjálp tölvutækni, að ná áreiðanlegum upplýsingum á einu til tveimur árum.Veðurstofan kom upp sjálfvirkri veðurathugunarstöð á Hólmsheiði í byrjun síðasta árs. Hún mælir vind, hita og raka.En til að hægt sé að taka afstöðu til Hólmsheiðar sem flugvallarstæðis þarf auk þess að mæla skyggni og skýjahæð. Haukur Hauksson, framkvæmdastjóri Flugstoða ohf., sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að ekki hefði verið farið fram á það við flugstoðir að hefja slíkar mælingar. Flugstoðir hafa samt sem áður aflað sér upplýsinga um kostnað við mælingabúnaðinn. En það er ekki búið að kaupa tækin. Auk þess þarf að fara í kerfisbundið reynsluflug við mismunandi vindaðstæður. Haukur segir að ekki sé byrjað á slíku reynsluflugi.Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, sagði í síðustu viku út í hött að ráðast í gerð samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli áður en búið verður að ákveða framtíð flugvallarins. Samgönguráðherra hefur þegar falið Flugstoðum að hefja undirbúning að smíði samgöngumiðstöðvar á svæðinu milli Valsheimilisins og Hótels Loftleiða. Talið er að framkvæmdir geti hafist eftir um átta mánuði. Ef nauðsynlegar veðurmælingar hefðu hafist í byrjun síðasta árs - hefðu þær, að mati Haraldar, verið orðnar fullnægjandi í lok þessa árs - áður en bygging samgöngumiðstöðvar hefst. Fréttir Innlent Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
Röskum átján mánuðum eftir að flugvöllur á Hólmsheiði þótti álitlegur kostur - hafa enn engin tæki verið keypt til að mæla skyggni og skýjahæð á heiðinni. Samgönguráðuneytið hefur enn ekki farið fram á það við Flugstoðir ohf. að hefja mælingar sem nauðsynlegar eru til að taka afstöðu til flugvallar á heiðinni. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir að hægt hefði verið að ná nægilegum upplýsingum á einu til tveimur árum. Í umræðum um flugvöll á Hólmsheiði hafa menn, og þar á meðal forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, vísað til þess að ekki sé hægt að taka afstöðu til flugvallarstæðisins fyrr en eftir ítarlegar veðurmælingar. Fimm ára mælingar hafa verið nefndar í þessu samhengi. Óekki, segir Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur. Vissulega sé betra að mæla árum saman en hægt yrði, m.a. með hjálp tölvutækni, að ná áreiðanlegum upplýsingum á einu til tveimur árum.Veðurstofan kom upp sjálfvirkri veðurathugunarstöð á Hólmsheiði í byrjun síðasta árs. Hún mælir vind, hita og raka.En til að hægt sé að taka afstöðu til Hólmsheiðar sem flugvallarstæðis þarf auk þess að mæla skyggni og skýjahæð. Haukur Hauksson, framkvæmdastjóri Flugstoða ohf., sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að ekki hefði verið farið fram á það við flugstoðir að hefja slíkar mælingar. Flugstoðir hafa samt sem áður aflað sér upplýsinga um kostnað við mælingabúnaðinn. En það er ekki búið að kaupa tækin. Auk þess þarf að fara í kerfisbundið reynsluflug við mismunandi vindaðstæður. Haukur segir að ekki sé byrjað á slíku reynsluflugi.Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra, sagði í síðustu viku út í hött að ráðast í gerð samgöngumiðstöðvar á Reykjavíkurflugvelli áður en búið verður að ákveða framtíð flugvallarins. Samgönguráðherra hefur þegar falið Flugstoðum að hefja undirbúning að smíði samgöngumiðstöðvar á svæðinu milli Valsheimilisins og Hótels Loftleiða. Talið er að framkvæmdir geti hafist eftir um átta mánuði. Ef nauðsynlegar veðurmælingar hefðu hafist í byrjun síðasta árs - hefðu þær, að mati Haraldar, verið orðnar fullnægjandi í lok þessa árs - áður en bygging samgöngumiðstöðvar hefst.
Fréttir Innlent Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira