Körfubolti

Cleveland lagði New Jersey

NordicPhotos/GettyImages

Cleveland hefur náð 1-0 forystu í einvígi sínu við New Jersey í undanúrstitum Austurdeildarinnar í NBA eftir nauman sigur í fyrsta leik liðanna í kvöld 81-77. Bæði lið hittu skelfilega í leiknum en það voru fyrst og fremst yfirburðir heimamanna í fráköstunum sem skiluðu sigrinum.

LeBron James var atkvæðamestur hjá Cleveland þrátt fyrir kvef og skoraði 21 stig, hirti 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Larry Hughes skoraði 17 stig, Sasha Pavlovic skoraði 15 stig og Drew Gooden skoraði 14 stig og hirti 14 fráköst.

Vince Carter var stigahæstur leikmanna New Jersey með 21 stig en hitti skelfilega - aðeins úr 7 skotum af 23. Hann hirti auk þess 13 fráköst. Richard Jefferson skoraði 16 stig og Jason Kidd var með 7 stig, 10 fráköst og 9 stoðsendingar. Hann hitti hinsvegar aðeins úr 2 af 11 skotum sínum. Leikurinn fór fram á heimavelli Cleveland og var sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni.

Klukkan 20:50 í kvöld verður svo fyrsti leikur Phoenix og San Antonio sýndur á Sýn.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×