David Beckham frumsýndi nýja klippingu á æfingu hjá Real Madrid. Nú er kappinn með lítið sem ekkert hár og sögðu gárungarnir að hann hefði ákveðið að snoða sig eftir mikla dramatík á hárgreiðslustofunni.
Síðustu vikur virðist Beckham hafa átt í sannkallaðri hárkrísu. Fyrir þremur vikum var hann orðinn hálf vandræðalegur við opinber tækifæri og brátt aflitaði hann hárið. Þá sagði hann í viðtölum að hann hefði viljað breyta aðeins til.
Hann hefur síðan ákveðið að ganga enn lengra og taka allt hárið af og eftir sitja örstuttir ljósir lokkar.