Körfubolti

Pistons aðeins einum leik frá úrslitum í austurdeildinni

Rasheed Wallace stöðvar Ben Wallace í leik Pistons og Bullsí gær.
Rasheed Wallace stöðvar Ben Wallace í leik Pistons og Bullsí gær. MYND/AP

Detroit Pistons þarf nú aðeins einn sigur til þess að spila til úrslita í austurdeildinni í NBA körfuboltanum. Pistons vann öruggan sigur á Chicago í gærkvöldi.

Chicago hafði tapað báðum fyrstu leikjunum þegar liðin mættust í Detroit og því var að duga eða drepast í þriðja leiknum í Chicago í gærkvöldi. Chicago byrjaði betur, vann fyrsta leikhlutann 20-18 og gerði síðan enn betur í öðrum leikhluta.

Pistons skoraði aðeins 10 stig gegn 24 stigum heimamanna og munurinn á liðunum í leikhléi var 16 stig. Chicago náði mest 19 stiga forystu en jaxlarnir í liði Pistons snéru leiknum sér í vil og sigruðu örugglega 81-74.

Tayshaun Prince var traustur í liði Pistons líkt og í hinum tvemiur leikjunum, Prince skoraði 23 stig og tók 11 fráköst. Chauncey Billups skoraði 21 stig og Rasheed Wallace skoraði 16 stig og tók 11 fráköst.

Luol Deng skoraði 21 stig fyrir Chicago og tók 14 fráköst. Fyrrverandi Pistonsmaður, Ben Wallace var ekki atkvæðamikill hjá Chicago, skoraði 5 stig og tók 12 fráköst.

Pistons vann Orlando 4-0 í fyrstu umferðinni og Chicago á sömu örlög í vændum en fjórði leikur liðanna verður á sunnudagskvöld.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×