Körfubolti

Portland datt í lukkupottinn

Nýliði ársins í vetur, Brandon Roy hjá Portland, var útsendari liðsins í lotteríinu í nótt og hér heldur hann sigri hrósandi á treyju númer eitt sem gefur til kynna að liðið fékk fyrsta valréttinn
Nýliði ársins í vetur, Brandon Roy hjá Portland, var útsendari liðsins í lotteríinu í nótt og hér heldur hann sigri hrósandi á treyju númer eitt sem gefur til kynna að liðið fékk fyrsta valréttinn NordicPhotos/GettyImages

NBA-lið Portland Trailblazers datt heldur betur í lukkupottinn í nótt þegar dregið var í lotteríinu fyrir nýliðavalið í sumar. Portland fékk fyrsta valréttinn þrátt fyrir að eiga aðeins 5% líkur á að landa fyrsta valrétti og Seattle fékk annan valréttinn þrátt fyrir að eiga einnig fáar kúlur í lottóvélinni þegar dregið var. Sögufrægt lið Boston þarf að gera sér að góðu fimmta valrétt þrátt fyrir að eiga næstum 50% líkur á að landa einu af tveimur fyrstu valréttunum vegna lélegs árangurs liðsins í deildinni í vetur.

Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 1978 sem Portland fær fyrsta valrétt í nýliðavalinu í NBA og ljóst að liðið mun væntanlega fá til liðs við sig annað hvort Greg Oden eða Kevin Durant - annan tveggja yfirburðamanna sem gefa kost á sér í sumar og talið er að muni undir eins gera nýja liðið sitt mun sterkara.

Atlanta fékk þriðja valréttinn og önduðu menn í Atlanta því léttar, því vegna skipta sem liðið gerði við Phoenix þegar það sendi frá sér Joe Johnson á sínum tíma, hefði Phoenix fengið valrétt liðsins ef það hefði ekki fengið eitt af efstu þremur sætunum í lotteríinu. Memphis, sem var með lélegasta árangur allra liða í vetur, fær fjórða valréttinn og gamla stórveldið Boston Celtics verður að láta sér lynda fimmta valréttinn. Hér fyrir neðan má sjá hvernig lotteríið spilaðist í nótt fyrir þau 14 lið sem ekki komust í úrslitakeppnina, en almennt er talið að 2007 árgangurinn af nýliðum í NBA deildinni verði einhver sá í áraraðir.

1. Portland

2. Seattle

3. Atlanta

4. Memphis

5. Boston

6. Milwaukee

7. Minnesota

8. Charlotte

9. Chicago (frá New York)

10. Sacramento

11. Atlanta (frá Indiana)

12. Philadelphia

13. New Orleans

14. LA Clippers

























































NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×