Danspönksveitin the Rapture á leið til landsins 24. maí 2007 16:39 Danspönksveitin the Rapture er væntanleg til landsins og heldur tónleika á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll 26. júlí næstkomandi. Sveitin er frá New York og er talin ein af upphafsmönnum danspönkbylgjunnar sem hefur verið áberandi í rokktónlist undanfarin ár. ,,Færri komust að en vildu þegar sveitin tróð upp á Airwaves um árið, en þeir sem voru þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá fjórmenningana fremja listir sínar á sviði Gauks á Stöng hafa ítrekað vitnað um að sjaldan hafi stuðkvarðinn verið jafn nálægt því að fara yfir hættumörk. Það er því í ljósi sælla minninga og fjölda áskorana sem Hr. Örlygur stendur fyrir endurkomu The Rapture á íslenska grund." segir í fréttatilkynningu frá Hr. Örlygi sem flytur sveitina inn. Tónleikarnir eru liður í tónleikaferðalagi sveitarinnar til að kynna nýjustu breiðskífu sína, Pieces of the People We Love, sem kom út á síðasta ári. Hún hefur hlotið fádæma viðtökur gagnrýnenda og almennings og hafa lög af henni á borð við „Get myself into it", „Whoo! Alright-Yeah… Uh huh" og nú síðast „Pieces of the people we love" hljómað á útvarpsstöðum og dansgólfum skemmtistaða landsins í vetur. Miðasala hefst á morgun, föstudaginn 25. maí í verslunum Skífunnar, völdum verslunum BT og á Midi.is. Miðaverð er 3.900 krónur. Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Danspönksveitin the Rapture er væntanleg til landsins og heldur tónleika á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll 26. júlí næstkomandi. Sveitin er frá New York og er talin ein af upphafsmönnum danspönkbylgjunnar sem hefur verið áberandi í rokktónlist undanfarin ár. ,,Færri komust að en vildu þegar sveitin tróð upp á Airwaves um árið, en þeir sem voru þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá fjórmenningana fremja listir sínar á sviði Gauks á Stöng hafa ítrekað vitnað um að sjaldan hafi stuðkvarðinn verið jafn nálægt því að fara yfir hættumörk. Það er því í ljósi sælla minninga og fjölda áskorana sem Hr. Örlygur stendur fyrir endurkomu The Rapture á íslenska grund." segir í fréttatilkynningu frá Hr. Örlygi sem flytur sveitina inn. Tónleikarnir eru liður í tónleikaferðalagi sveitarinnar til að kynna nýjustu breiðskífu sína, Pieces of the People We Love, sem kom út á síðasta ári. Hún hefur hlotið fádæma viðtökur gagnrýnenda og almennings og hafa lög af henni á borð við „Get myself into it", „Whoo! Alright-Yeah… Uh huh" og nú síðast „Pieces of the people we love" hljómað á útvarpsstöðum og dansgólfum skemmtistaða landsins í vetur. Miðasala hefst á morgun, föstudaginn 25. maí í verslunum Skífunnar, völdum verslunum BT og á Midi.is. Miðaverð er 3.900 krónur.
Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira