Stærsta rannsóknarsvæði Orkuveitunnar í Djíbútí Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 1. júní 2007 10:35 Starfsmenn Orkuveitunnar voru í Djíbútí á dögunum þar sem verkefninu var formlega hleypt af stokkunum. MYND/OR Orkuveita Reykjavíkur hefur fengið einkaleyfi til jarðhitarannsókna og forgang á hugsanlegri nýtingu um 750 ferkílómetra lands í afríkuríkinu Djíbútí. Það er stærsta rannsóknarsvæði OR til þessa. Staða Djíbútíbúa í raforkumálum er svipuð og hjá Íslendingum fram til ársins 1960. Þeir fá rafmagn með brennslu innflutts jarðefnaeldsneytis. Stjórnvöld í Djíbútí hafa hug á að feta í fótspor Íslendinga í þessum efnum segir í fréttatilkynningu frá Orkuveitunni. Flatarmál svæðisins samsvarar liðlega níu Þingvallavötnum og er tæplega sjöfalt stærra en rannsóknarsvæði OR á Hengilssvæðinu. Orkuveitan hefur ekki haft jafn stórt svæði til rannsókna áður. Það er á Assal misgenginu sem gengur eftir stórum hluta austanverðrar Afríku og þvert í gegnum Djíbútí. Jarðhiti þar er víða verulegur. Samkomulag þessa efnis var samþykkt milli OR og ríkisstjórnar Djíbútís í Reykjavík í febrúar síðastliðinn. Önnur ríki sem Assal misgengið fer um hafa sýnt verkefninu áhuga eins og Erítrea, Eþíópía og Kenía. Íslenskir vísindamenn munu vinna að rannsóknunum sem fara fram í sumar og haust. Helstu óvissuþættir raforkuvinnslu úr jarðhita er magn og efnasamsetning vökva í heitum jarðlögum. Heimamenn hafa borað nokkrar grunnar holur og verða sýni úr þeim skoðuð í sumar. Ákvörðun um hvar verður ráðist í boranir á svæðinu verður tekin snemma árs 2008 og munu boranir hefjast seint á því ári. Innlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Sjá meira
Orkuveita Reykjavíkur hefur fengið einkaleyfi til jarðhitarannsókna og forgang á hugsanlegri nýtingu um 750 ferkílómetra lands í afríkuríkinu Djíbútí. Það er stærsta rannsóknarsvæði OR til þessa. Staða Djíbútíbúa í raforkumálum er svipuð og hjá Íslendingum fram til ársins 1960. Þeir fá rafmagn með brennslu innflutts jarðefnaeldsneytis. Stjórnvöld í Djíbútí hafa hug á að feta í fótspor Íslendinga í þessum efnum segir í fréttatilkynningu frá Orkuveitunni. Flatarmál svæðisins samsvarar liðlega níu Þingvallavötnum og er tæplega sjöfalt stærra en rannsóknarsvæði OR á Hengilssvæðinu. Orkuveitan hefur ekki haft jafn stórt svæði til rannsókna áður. Það er á Assal misgenginu sem gengur eftir stórum hluta austanverðrar Afríku og þvert í gegnum Djíbútí. Jarðhiti þar er víða verulegur. Samkomulag þessa efnis var samþykkt milli OR og ríkisstjórnar Djíbútís í Reykjavík í febrúar síðastliðinn. Önnur ríki sem Assal misgengið fer um hafa sýnt verkefninu áhuga eins og Erítrea, Eþíópía og Kenía. Íslenskir vísindamenn munu vinna að rannsóknunum sem fara fram í sumar og haust. Helstu óvissuþættir raforkuvinnslu úr jarðhita er magn og efnasamsetning vökva í heitum jarðlögum. Heimamenn hafa borað nokkrar grunnar holur og verða sýni úr þeim skoðuð í sumar. Ákvörðun um hvar verður ráðist í boranir á svæðinu verður tekin snemma árs 2008 og munu boranir hefjast seint á því ári.
Innlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Fleiri fréttir Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar til laga Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Sjá meira