Tveir teknir á metamfetamíni 3. júní 2007 12:18 Lögreglan á Akranesi hefur á þremur dögum tekið tvo menn með metamfetamín í þvagi. Eiturlyfið er sárasjaldgæft á Íslandi og hefur varla sést í uppundir tvö ár. Lögreglan á Akranesi stöðvaði ökumann á fertugsaldri á Akrafjallsvegi um áttaleytið í gærkvöldi við reglubundið eftirlit. Í ljós kom að maðurinn var sviptur ökuréttindum ævilangt með dómi frá árinu 2005. Grunsemdir lögreglu vöknuðu í spjalli við bílstjórann um að hann væri eigi alsgáður svo þeir fengu hjá honum þvagprufu á lögreglustöðinni. Grunurinn reyndist réttur, í manninum var kokkteill af kókaíni, amfetamíni, metamfetamíni sem er hættulegri útgáfa af metamfetamíni. Nokkuð af lyfjum fundust líka á ökumanninum en engin ólögleg fíkniefni. Honum var sleppt eftir yfirheyrslur og málið er í rannsókn. Ekki er lengra síðan en á miðvikudagskvöld sem lögreglan á Akranesi stöðvaði mann á leið til bæjarins eftir að hafa fengið tilkynningu um einkennilegt aksturslag mannsins í Hvalfjarðargöngunum. Sá reyndist líka vera undir áhrifum metamfetamíns, auk þriggja annarra vímuefna. Jakob Kristinsson, lyfjafræðingur á Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í Lyfja- og eiturefnafræðum, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að nánast ekkert metamfetamín hafi verið í umferð hér að undanförnu. Upp undir tvö ár séu síðan efnið hefur borist inn á Rannsóknarstofuna. Tvöfalt fleiri ökumenn eru teknir úr umferð í hverjum mánuði í ár fyrir akstur undir áhrifum lyfja eða fíkniefna en í fyrra. Frá því að ný reglugerð um lyfjaakstur tók gildi í byrjun júní í fyrra sem segir að menn missi ökuréttindi ef minnsta arða ólöglegra lyfja finnist í þeim voru 50 ökumenn teknir úr umferð fram að áramótum eða á 7 mánuðum. Það eru tæplega 14 á mánuði. Fyrstu 5 mánuði þessa árs hafa hins vegar um 150 verið teknir fyrir sömu sakir eða 30 á mánuði. Það er tvöföldun eða 100% aukning á milli ára. Fréttir Innlent Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Sjá meira
Lögreglan á Akranesi hefur á þremur dögum tekið tvo menn með metamfetamín í þvagi. Eiturlyfið er sárasjaldgæft á Íslandi og hefur varla sést í uppundir tvö ár. Lögreglan á Akranesi stöðvaði ökumann á fertugsaldri á Akrafjallsvegi um áttaleytið í gærkvöldi við reglubundið eftirlit. Í ljós kom að maðurinn var sviptur ökuréttindum ævilangt með dómi frá árinu 2005. Grunsemdir lögreglu vöknuðu í spjalli við bílstjórann um að hann væri eigi alsgáður svo þeir fengu hjá honum þvagprufu á lögreglustöðinni. Grunurinn reyndist réttur, í manninum var kokkteill af kókaíni, amfetamíni, metamfetamíni sem er hættulegri útgáfa af metamfetamíni. Nokkuð af lyfjum fundust líka á ökumanninum en engin ólögleg fíkniefni. Honum var sleppt eftir yfirheyrslur og málið er í rannsókn. Ekki er lengra síðan en á miðvikudagskvöld sem lögreglan á Akranesi stöðvaði mann á leið til bæjarins eftir að hafa fengið tilkynningu um einkennilegt aksturslag mannsins í Hvalfjarðargöngunum. Sá reyndist líka vera undir áhrifum metamfetamíns, auk þriggja annarra vímuefna. Jakob Kristinsson, lyfjafræðingur á Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í Lyfja- og eiturefnafræðum, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að nánast ekkert metamfetamín hafi verið í umferð hér að undanförnu. Upp undir tvö ár séu síðan efnið hefur borist inn á Rannsóknarstofuna. Tvöfalt fleiri ökumenn eru teknir úr umferð í hverjum mánuði í ár fyrir akstur undir áhrifum lyfja eða fíkniefna en í fyrra. Frá því að ný reglugerð um lyfjaakstur tók gildi í byrjun júní í fyrra sem segir að menn missi ökuréttindi ef minnsta arða ólöglegra lyfja finnist í þeim voru 50 ökumenn teknir úr umferð fram að áramótum eða á 7 mánuðum. Það eru tæplega 14 á mánuði. Fyrstu 5 mánuði þessa árs hafa hins vegar um 150 verið teknir fyrir sömu sakir eða 30 á mánuði. Það er tvöföldun eða 100% aukning á milli ára.
Fréttir Innlent Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Sjá meira