Erlent

Nashyrningar í útrýmingarhættu

MYND/AP

Mikil fækkun hefur orðið á nashyrningum í Afríku. Helsta ástæðan er sú að viðskipti á hornum þeirra hefur færst mikið í vöxt á undanförnum árum. Nú nálgast stofninn útrýmingarhættu.

Merkjanlegust eru afföllin í vestur-, og miðhluta Afríku sem og í Nepal. Talið er að ein undirtegund í Afríkuríkinu Camerún sé nú þegar útdauð.

Samkvæmt Traffic, samtökum sem berjast gegn ólöglegum viðskiptum með lífverur, fimmfölduðust svartamarkaðsviðskipti með nashyrningahorn á árunum 2000 til 2005.

Aðalmarkaðurinn fyrir hornin virðist vera Austur-, og Suðaustur Asía.

Simon Milledge, framkvæmdastjóri Traffic, tjáði sig um málið á ráðstefnu um alþjóðaviðskipti á dýrum í útrýmingarhættu sem haldið var í Haag. „Það er auðsæilegt hversu magn horna sem koma frá Afríku stigeykst ár frá ári. Þetta er alvarlegt mál", segir hún.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×