Hæstánægður með áframhaldandi fiskvinnslu á Flateyri 7. júní 2007 12:04 Bæjarstjórinn á Ísafirði segist hæstánægður með nýja fyrirtækið, Oddatá sem keypt hefur allar fasteignir Kambs á Flateyri og hyggst hefja þar fiskvinnslu. Hann segir mikilvægt að menn leiti nýrra leiða til að viðhalda atvinnulífinu í litlum byggðarlögum og Ísafjarðarbær muni veita þeim allan þann stuðning sem til þurfi. Eignarhaldsfélagið Oddatá ehf sem er í eigu Atlantsíss ehf á vegum Kristjáns Erlingssonar og fjölskyldu, tilkynnti í gær að það hefði keypt fasteignir fiskvinnlunnar Kambs á Flateyri og hyggst halda þar fiskvinnslu áfram. 120 starfsmönnum var sagt upp fyrir skömmu þegar Kambur lagði niður vinnsluna. Um 70 manns störfuðu við fiskverkun á Flateyri og búist er við að einhver hluti þeirra starfi áfram hjá Oddatá. Fyrirtækið á engan kvóta en forstjóri Oddatáar Kristján Erlingsson segir að fiskur til vinnslu verði að mestu keyptur af fiskmörkuðum og af bátum á Flateyri. Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segist ánægður með að menn leiti nýrra tækifæra til að viðhalda atvinnulífinu í byggðarlaginu. Hann segir að Ísafjarðarbær veiti fyrirtækinu stuðning ef til þess kæmi. Kristján Erlingsson forstjóri Oddatáar segist einungis vera með eigið fjármagn í fyrirtækinu. Hann er 45 ára og fæddur og uppalinn á Flateyri. Hann var fjármálastjóri hjá fiskvinnslufyrirtækinu Hjálmi árin 1991- 1993 og framkvæmdastjóri hjá kúfiskvinnslunni, Vestfirskum Skelfiski árin 1993- 1996. Hann hefur verið búsettur í Úganda frá 1997 og á í dag eitt stærsta flugfragtfyrirtæki, Icemark Africa limited Í Úganda sem er jafnramt stærsti útflytjandi á fersku grænmeti til Evrópu. Búist er við að Oddatá taki við eignum Kambs í byrjun september og full fiskvinnsla hefjist um það leyti. Innlent Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Bæjarstjórinn á Ísafirði segist hæstánægður með nýja fyrirtækið, Oddatá sem keypt hefur allar fasteignir Kambs á Flateyri og hyggst hefja þar fiskvinnslu. Hann segir mikilvægt að menn leiti nýrra leiða til að viðhalda atvinnulífinu í litlum byggðarlögum og Ísafjarðarbær muni veita þeim allan þann stuðning sem til þurfi. Eignarhaldsfélagið Oddatá ehf sem er í eigu Atlantsíss ehf á vegum Kristjáns Erlingssonar og fjölskyldu, tilkynnti í gær að það hefði keypt fasteignir fiskvinnlunnar Kambs á Flateyri og hyggst halda þar fiskvinnslu áfram. 120 starfsmönnum var sagt upp fyrir skömmu þegar Kambur lagði niður vinnsluna. Um 70 manns störfuðu við fiskverkun á Flateyri og búist er við að einhver hluti þeirra starfi áfram hjá Oddatá. Fyrirtækið á engan kvóta en forstjóri Oddatáar Kristján Erlingsson segir að fiskur til vinnslu verði að mestu keyptur af fiskmörkuðum og af bátum á Flateyri. Halldór Halldórsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segist ánægður með að menn leiti nýrra tækifæra til að viðhalda atvinnulífinu í byggðarlaginu. Hann segir að Ísafjarðarbær veiti fyrirtækinu stuðning ef til þess kæmi. Kristján Erlingsson forstjóri Oddatáar segist einungis vera með eigið fjármagn í fyrirtækinu. Hann er 45 ára og fæddur og uppalinn á Flateyri. Hann var fjármálastjóri hjá fiskvinnslufyrirtækinu Hjálmi árin 1991- 1993 og framkvæmdastjóri hjá kúfiskvinnslunni, Vestfirskum Skelfiski árin 1993- 1996. Hann hefur verið búsettur í Úganda frá 1997 og á í dag eitt stærsta flugfragtfyrirtæki, Icemark Africa limited Í Úganda sem er jafnramt stærsti útflytjandi á fersku grænmeti til Evrópu. Búist er við að Oddatá taki við eignum Kambs í byrjun september og full fiskvinnsla hefjist um það leyti.
Innlent Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira