Erlent

Matís leitar leiða til að koldíoxímerkja matvæli

MYND/Matís

Matís, (Matvælarannsóknir Íslands) leita nú leiða til þess að koma til móts við kröfur Tesco, stærstu verslunarkeðju Breta, um koldíoxíðmerkingar matvæla.

Tesco hyggst koldíoxíðmerkja allar vörur sem seldar eru í verslunum keðjunnar. Tilgangurinn er sá að gera neytendum kleift að afla sér upplýsinga um hversu mikil koldíoxíðlosun hafi fylgt framleiðslu vörunnar, flutningi hennar í verslunina og sölu. Þessi aðgerð er liður í áætlun Tesco sem miðar að því að bregðast við loftslagsbreytingum.

Sveinn Margeirsson, deildarstjóri hjá Matís, segir umræðu um koldíoxíðmerkingu matvæla vera hluta af umræðu um sjálfbæra þróun. Matís stýrir fundi í næstu viku um þau sóknarfæri sem felast í sjálfbærri þróun fyrir íslenskan sjávarútveg. Á fundinum verða þátttakendur í verkefninu "Sustainable Food Information"

"Seljendur og neytendur gera kröfu um að hægt sé að sýna fram á að framleiðsla sjávarafurða sé með þeim hætti að ekki sé gengið á fiskistofna eða að mikil losun koldíoxíðs (CO2) fylgi framleiðslunni. Áætlun Tesco er einfaldlega eitt dæmi af mörgum sem sýnir hver þróunin er í þessum málum. Það er mín skoðun að sjálfbær þróun verði eitt af lykilmálunum fyrir íslenskan matvælaiðnað í framtíðinni," segir Sveinn. Hann segir að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki standa vel að vígi þegar kemur að því að sýna fram á hver losun koldíoxíðs er í tengslum við framleiðslu afurðanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×