Erlent

Viðgerð hafin á Alþjóðageimstöðinni

MYND/Ap

Geimskutlan Atlantis er komin á leiðarenda sinn, Alþjóðageimstöðina. Ætlunarverk áhafnarinnar er að halda áfram viðgerðum á stöðinni og hófust þær í dag. Fyrsta verkefnið er að koma nýjum sólarrafhlöðuvængjum í gagnið.

Verkið er afar vandasamt. Tveir geimfarar Atlantis hanga nú utan á stöðinni og bisast við að opna vængina, sem eru 73 metrar á lengd. Óttast er vængirnir geti skemmst við aðgerðina enda eru þeir afar viðkvæmir og hafa verið lokaðir í sex ár. Ráðgert er að verkið taki rúman sólarhring.

Viðhald á Alþjóðageimstöðinni hefur verið þarft í þónokkur ár en meiriháttar viðgerðum var frestað eftir að geimskutlan Columbia fórst með áhöfn árið 2003.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×