Körfubolti

Viðtöl eftir þriðja leik Cleveland og San Antonio

San Antonio náði afgerandi 3-0 forystu gegn Cleveland í úrslitaeinvíginu í NBA deildinni í nótt. Í myndbrotinu sem fylgir þessari frétt má sjá þjálfarar og leikmenn liðanna svara spurningum á blaðamannafundinum eftir leikinn, þar sem LeBron James var spurður hvort brotið hefði verið á honum í þriggja stiga skoti um leið og lokaflautið gall.

Margir vildu meina að Bruce Bowen hjá San Antonio hefði brotið á James í síðasta skotinu í leiknum, en James sagði að svo hefði ekki verið. Næst er rætt við Gregg Popovich þjálfara San Antonio þar sem hann talar um frábæra frammistöðu Bowen í leiknum, en auk þess að spila frábæra vörn á James - skoraði hann 13 stig og hirti 9 fráköst. 

Tim Duncan stígur næstur á svið og talar hann einnig um frammistöðu Bruce Bowen og segir hann hafa verið frábæran í leiknum. Hann segir Bowen hafa sýnt frammistöðu sem einkenni lið San Antonio og það sem liðið stendur fyrir. Tony Parker hjá San Antonio ræðir næstu um að San Antonio spili oft betur á útivöllum en heima, því einbeiting liðsins eigi það til að vera betri þar. Loks talar Tim Duncan um að lið San Antonio ætli sér að halda áfram að gera nákvæmlega sömu hluti í næsta leik, þar sem liðið getur orðið þriðja liðið á 13 árum til að sópa andstæðingi sínum úr keppni 4-0.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×