706 sjóliðar í Reykjavík um helgina Guðjón Helgason skrifar 14. júní 2007 12:14 706 bandarískir, spænskir og þýskir sjóliðar verða í Reykjavík um helgina. Þrjú herskip Atlantshafsbandalagsins komu til hafnar í morgun og verða til sýnis fyrir almenning laugardag og sunnudag. Þetta eru USS Normandy með þrjú hundruð sextíu og fjögurra manna bandarískri áhöfn, SPS Patino með hundrað og fjörutíu manna spænskri áhöfn og FGS Sachsen með tvö hundruð og tveggja manna þýskri áhöfn. Þau eru á vegum Atlantshafsbandalagsins og tilheyra fyrsta fastaflokki bandalagsina á höfum úti. Skip úr þeim hóp eru notuð til að bregðast við ógn við gegn NATO löndum eða hagsmunum þeirra á hafinu. Skip sem tilheyra hópnum munu síðan á næstu vikum færast yfir í viðbragðshóp á vegum bandalagsins. Michael Mahon, aðmíráll um borð í USS Normandy segir komu skipana sýnilegt tákn um skuldbindingu bandalagsins til að verja öll tuttugu og sex aðildarríkin, þar á meðal Ísland. Skipin eru komið til Íslands frá æfingum, núna síðast við strendur Noregs, og halda til hafnar á Englandi á mánudaginn. Skipin þrjú verða til sýnis almenningi laugardag og sunnudag frá klukkan tíu til tvö. USS Normandy er við Skarfabakka í Sundahöfn, SPS Patino við Korngarða í Sundahöfn og FGS Sachsen við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla ætla að mótmæla komu skipanna í dag og segja kurteisisheimsóknir af þessu tagi fallnar til að draga upp glansmynd af her og hermennsku. Í tilkynningu frá samtökunum er bent á að USS Normandy hafi tekið þátt í flestöllum stríðum Bandaríkjahers undanfarin ár. Þá minna þau á að borgarstjórn Reykjavíkur hafi í mars 2002 samþykkti að umferð og geymsla kjarnorku-, efna- og sýklavopna verði bönnuð í borgarlandinu. Fréttir Innlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira
706 bandarískir, spænskir og þýskir sjóliðar verða í Reykjavík um helgina. Þrjú herskip Atlantshafsbandalagsins komu til hafnar í morgun og verða til sýnis fyrir almenning laugardag og sunnudag. Þetta eru USS Normandy með þrjú hundruð sextíu og fjögurra manna bandarískri áhöfn, SPS Patino með hundrað og fjörutíu manna spænskri áhöfn og FGS Sachsen með tvö hundruð og tveggja manna þýskri áhöfn. Þau eru á vegum Atlantshafsbandalagsins og tilheyra fyrsta fastaflokki bandalagsina á höfum úti. Skip úr þeim hóp eru notuð til að bregðast við ógn við gegn NATO löndum eða hagsmunum þeirra á hafinu. Skip sem tilheyra hópnum munu síðan á næstu vikum færast yfir í viðbragðshóp á vegum bandalagsins. Michael Mahon, aðmíráll um borð í USS Normandy segir komu skipana sýnilegt tákn um skuldbindingu bandalagsins til að verja öll tuttugu og sex aðildarríkin, þar á meðal Ísland. Skipin eru komið til Íslands frá æfingum, núna síðast við strendur Noregs, og halda til hafnar á Englandi á mánudaginn. Skipin þrjú verða til sýnis almenningi laugardag og sunnudag frá klukkan tíu til tvö. USS Normandy er við Skarfabakka í Sundahöfn, SPS Patino við Korngarða í Sundahöfn og FGS Sachsen við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn. Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla ætla að mótmæla komu skipanna í dag og segja kurteisisheimsóknir af þessu tagi fallnar til að draga upp glansmynd af her og hermennsku. Í tilkynningu frá samtökunum er bent á að USS Normandy hafi tekið þátt í flestöllum stríðum Bandaríkjahers undanfarin ár. Þá minna þau á að borgarstjórn Reykjavíkur hafi í mars 2002 samþykkti að umferð og geymsla kjarnorku-, efna- og sýklavopna verði bönnuð í borgarlandinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Sjá meira