Samvinna þó skiptar skoðanir um Írak Guðjón Helgason skrifar 14. júní 2007 19:18 Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist harma það að margir Íslendingar hafi talið Bandaríkjamenn hegað sér með dónalegum hætti þegar varnarliðið var kallað heim frá Íslandi í fyrra. Samvinna þjóðanna verði styrkt. Hann segir skiptar skoðanir um málefni Íraks vel rúmast í samskiptum þjóðanna. Burns kom til Íslands í gærkvöldi og átti í morgun einkafundi með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir, utanríkisráðherra, annars vegar og Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hins vegar. Þau sátu svo þrjú saman hádegisverðarfund í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Þar voru ýmis mál rædd - varnarsamstarf, ástandið í Írak og Afganistan, loftlagsmál og framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Eftir fundinn lagði Burns áherslu á að Bandaríkjamenn hefðu þá stefnu að lýsa ekki yfir stuðningi við nokkurt ríki þegar kæmi að framboðum sem þessu innan Sameinuðu þjóðanna. Ekki yrði brugðið frá því í þessu tilviki en þó fagnaði hann framboði Íslands og sagði gott að vita til þess að ríki á borð við Ísland vildi sitja í ráðinu. Þegar Burns var spurður um viðbrögð Bandaríkjamanna við því orðalagi í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Íslands að hún harmaði stríðsreksturinn í Írak sagði hann að eitt það besta við lýðræðisleg bandalög væri að ekki væru allir aðilar eins. Atlantshafsbandalagið væri ekki Varsjárbandalagið. Skiptar skoðanir um ýmis mál séu innan NATO. Aðildarríkin séu tengd vinaböndum og treysti hvoru öðru. Þannig að ekki sé útilokað að eiga samstarf þó skoaðnir séu mismunandi. Eftir fund sinn með forsætis- og utanríkisráðherra sat Burns pallborðsumræður með sérfræðingum í utanríkismálum úr stjórnmálum, fjölmiðlum og háskólanum. Þar sagði hann að það hefði komið honum á óvart að heyra að Íslendingar hefðu talið Bandaríkjamenn hegað sér dónalega þegar ákveðið var að kalla varnarliðið heim frá Íslandi í fyrra. Hann harmaði það og sagði að bandarísk stjórnvöld ætluðu að leggja sig fram við að styrkja tengslin við Ísland. Staðið yrði við skuldbindingar og reynt að strykja samvinnuna enn frekar á ýsmum sviðum. Burns fór af landi brott síðdegis. Blaðamannfund Burns má sjá í heild sinn hér. Fréttir Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Nicholas Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, segist harma það að margir Íslendingar hafi talið Bandaríkjamenn hegað sér með dónalegum hætti þegar varnarliðið var kallað heim frá Íslandi í fyrra. Samvinna þjóðanna verði styrkt. Hann segir skiptar skoðanir um málefni Íraks vel rúmast í samskiptum þjóðanna. Burns kom til Íslands í gærkvöldi og átti í morgun einkafundi með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttir, utanríkisráðherra, annars vegar og Geir H. Haarde, forsætisráðherra, hins vegar. Þau sátu svo þrjú saman hádegisverðarfund í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Þar voru ýmis mál rædd - varnarsamstarf, ástandið í Írak og Afganistan, loftlagsmál og framboð Íslands til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Eftir fundinn lagði Burns áherslu á að Bandaríkjamenn hefðu þá stefnu að lýsa ekki yfir stuðningi við nokkurt ríki þegar kæmi að framboðum sem þessu innan Sameinuðu þjóðanna. Ekki yrði brugðið frá því í þessu tilviki en þó fagnaði hann framboði Íslands og sagði gott að vita til þess að ríki á borð við Ísland vildi sitja í ráðinu. Þegar Burns var spurður um viðbrögð Bandaríkjamanna við því orðalagi í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Íslands að hún harmaði stríðsreksturinn í Írak sagði hann að eitt það besta við lýðræðisleg bandalög væri að ekki væru allir aðilar eins. Atlantshafsbandalagið væri ekki Varsjárbandalagið. Skiptar skoðanir um ýmis mál séu innan NATO. Aðildarríkin séu tengd vinaböndum og treysti hvoru öðru. Þannig að ekki sé útilokað að eiga samstarf þó skoaðnir séu mismunandi. Eftir fund sinn með forsætis- og utanríkisráðherra sat Burns pallborðsumræður með sérfræðingum í utanríkismálum úr stjórnmálum, fjölmiðlum og háskólanum. Þar sagði hann að það hefði komið honum á óvart að heyra að Íslendingar hefðu talið Bandaríkjamenn hegað sér dónalega þegar ákveðið var að kalla varnarliðið heim frá Íslandi í fyrra. Hann harmaði það og sagði að bandarísk stjórnvöld ætluðu að leggja sig fram við að styrkja tengslin við Ísland. Staðið yrði við skuldbindingar og reynt að strykja samvinnuna enn frekar á ýsmum sviðum. Burns fór af landi brott síðdegis. Blaðamannfund Burns má sjá í heild sinn hér.
Fréttir Innlent Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira