Landhelgisbrjótur á Ísafjarðardjúpi Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 20. júní 2007 12:02 Landhelgisgæslan stóð skipstjóra á tíu tonna línubát að ólöglegum veiðum við mynni Ísafjarðardjúps á lokuðu hafsvæði um hádegið í gær. Afar sjaldgæft er að menn brjóti lokanir Hafrannsóknarstofnunar með þessum hætti. Það var um hádegið í gær sem flugvél Landhelgisgæslunnar SYN flaug yfir Ísafjarðardjúp og kom auga á línubát að veiðum í lokuðu hólfi. Skyndilokun hafði verið auglýst í hólfinu 15. júní en það er gert til að koma í veg fyrir skaðlegar veiðar. Bannið var við línuveiðum út af Deild í mynni Ísafjarðardjúps. Lögregla Vestfjarðar tók á móti bátnum þegar hann kom til hafnar í Súðavík á fjórða tímanum í gær. Lögreglan lagði þá hald á veiðarfæri og afla, sem var keyrður inn á Ísafjörð. Skiptstjórinn var síðan yfirheyrður á Ísafirði. Að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum er búið að taka skýrslu af skipstjóranum og fer málið fljótlega til lögreglustjóra sem tekur ákvörðun um framhaldið. Dagmar Sigurðardóttir lögmaður Landhelgisgæslunnar, segir sjaldgæft að menn séu teknir að veiðum í hólfum sem Hafrannsóknarstofnun hefur lokað. Þung viðurlög eru við slíkum brotum - ef þau reynast ítrekuð og stórfelld og framin af ásetningi. Ekki er vitað hvort það eigi við í þessu tilviki. Lögin heimila upptöku afla og veiðarfæra við ítrekuðum brotum og sektum allt að átta milljónum króna. Fréttir Innlent Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Sjá meira
Landhelgisgæslan stóð skipstjóra á tíu tonna línubát að ólöglegum veiðum við mynni Ísafjarðardjúps á lokuðu hafsvæði um hádegið í gær. Afar sjaldgæft er að menn brjóti lokanir Hafrannsóknarstofnunar með þessum hætti. Það var um hádegið í gær sem flugvél Landhelgisgæslunnar SYN flaug yfir Ísafjarðardjúp og kom auga á línubát að veiðum í lokuðu hólfi. Skyndilokun hafði verið auglýst í hólfinu 15. júní en það er gert til að koma í veg fyrir skaðlegar veiðar. Bannið var við línuveiðum út af Deild í mynni Ísafjarðardjúps. Lögregla Vestfjarðar tók á móti bátnum þegar hann kom til hafnar í Súðavík á fjórða tímanum í gær. Lögreglan lagði þá hald á veiðarfæri og afla, sem var keyrður inn á Ísafjörð. Skiptstjórinn var síðan yfirheyrður á Ísafirði. Að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum er búið að taka skýrslu af skipstjóranum og fer málið fljótlega til lögreglustjóra sem tekur ákvörðun um framhaldið. Dagmar Sigurðardóttir lögmaður Landhelgisgæslunnar, segir sjaldgæft að menn séu teknir að veiðum í hólfum sem Hafrannsóknarstofnun hefur lokað. Þung viðurlög eru við slíkum brotum - ef þau reynast ítrekuð og stórfelld og framin af ásetningi. Ekki er vitað hvort það eigi við í þessu tilviki. Lögin heimila upptöku afla og veiðarfæra við ítrekuðum brotum og sektum allt að átta milljónum króna.
Fréttir Innlent Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Sjá meira