380 beinar útsendingar í vetur Guðjón Helgason skrifar 27. júní 2007 19:00 Ný sjónvarpsstöð, helguð enskri knattspyrnu, hefur útsendingar í ágúst. Beinar útsendingar frá leikjum á Sýn 2 næsta vetur verða nærri fjögur hundruð og íslenskir sjónvarpsáhorfendur fá að sjá markapakka á laugardögum á undan Englendingum sjálfum. Sýn 2 hefur útsendingar fjórða ágúst næstkomandi. Nýja stöðin og dagskrá hennar var kynnt með pompi og prakt í nýjum veislusal Knattspyrnusambands Íslands í hádeginu í dag. Ari Edwald, forstjóri 365, segir beinar útsendingar verða um 380, bæði frá leikjum í ensku úrvalsdeild og fyrstu deildinni ensku. Boðið verður upp á dagskrá alla daga vikunnar og verða þeir Guðni Bergsson og Heimir Karlsson með þáttinn sinn, Fjórir fjórir tveir, á dagskrá að kvöldi laugardags og verða þá sýnd mörkin og aðrir hápunktar í leikjum dagsins aðeins örfáum klukkustundum eftir beinu útsendinguna - á undan Englendingum. Guðni segir að Englendingar fái sín mörk í þættinum Match of the Day seinna um kvöldið. Auk þess séu allir laugardagsleikirnir í beinni útsendingu á Sýn 2 en því sé ekki að heilsa á Englandi. Því sé þjónustan hér betri. Þáttur Guðna og Heimis verður gagnvirkur og geta áhorfendur komið skoðunum sínum á framfæri í gegnum vefsíðu hans og þar með tekið þátt í umræðunni. Heiðurgesturinn á kynningunni í dag var skoska knattspyrnuhetjan Andy Gray sem lék á árum áður í efstu deild á Englandi með Aston Villa, Wolves og Everton. Hann er nú vel þekktur sparksýrandi hjá Sky Sport. Hann segir erfitt að negla niður hvað geri enska boltann svona vinsælan um allan heim. Ef til vill skipti þar máli hvernig knattspyrnan sé spiluð. Efsta deild á Spáni sé e.t.v. meira aðlaðandi en hraðinn, seiglan og keppnisskapið í enska boltanum sé það sem laði fólk að. Þetta sé hugsanlega ekki besta deild í heimi en Gray segir hana þó þá vinsælustu. Fréttir Innlent Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Ný sjónvarpsstöð, helguð enskri knattspyrnu, hefur útsendingar í ágúst. Beinar útsendingar frá leikjum á Sýn 2 næsta vetur verða nærri fjögur hundruð og íslenskir sjónvarpsáhorfendur fá að sjá markapakka á laugardögum á undan Englendingum sjálfum. Sýn 2 hefur útsendingar fjórða ágúst næstkomandi. Nýja stöðin og dagskrá hennar var kynnt með pompi og prakt í nýjum veislusal Knattspyrnusambands Íslands í hádeginu í dag. Ari Edwald, forstjóri 365, segir beinar útsendingar verða um 380, bæði frá leikjum í ensku úrvalsdeild og fyrstu deildinni ensku. Boðið verður upp á dagskrá alla daga vikunnar og verða þeir Guðni Bergsson og Heimir Karlsson með þáttinn sinn, Fjórir fjórir tveir, á dagskrá að kvöldi laugardags og verða þá sýnd mörkin og aðrir hápunktar í leikjum dagsins aðeins örfáum klukkustundum eftir beinu útsendinguna - á undan Englendingum. Guðni segir að Englendingar fái sín mörk í þættinum Match of the Day seinna um kvöldið. Auk þess séu allir laugardagsleikirnir í beinni útsendingu á Sýn 2 en því sé ekki að heilsa á Englandi. Því sé þjónustan hér betri. Þáttur Guðna og Heimis verður gagnvirkur og geta áhorfendur komið skoðunum sínum á framfæri í gegnum vefsíðu hans og þar með tekið þátt í umræðunni. Heiðurgesturinn á kynningunni í dag var skoska knattspyrnuhetjan Andy Gray sem lék á árum áður í efstu deild á Englandi með Aston Villa, Wolves og Everton. Hann er nú vel þekktur sparksýrandi hjá Sky Sport. Hann segir erfitt að negla niður hvað geri enska boltann svona vinsælan um allan heim. Ef til vill skipti þar máli hvernig knattspyrnan sé spiluð. Efsta deild á Spáni sé e.t.v. meira aðlaðandi en hraðinn, seiglan og keppnisskapið í enska boltanum sé það sem laði fólk að. Þetta sé hugsanlega ekki besta deild í heimi en Gray segir hana þó þá vinsælustu.
Fréttir Innlent Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira