Aðsókn að kaffihúsum dregst saman Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar 27. júní 2007 18:43 Dæmi eru um að sala á börum hafi dregist saman um allt að 70 prósent eftir að reykingarbannið tók gildi síðustu mánaðarmót. Aðstöðuleysi fyrir reykingarfólk utandyra er helsti orsakavaldur. Starfsfólk segir þó allt annað líf að að standa vaktir eftir breytinguna. Það er ekki bara andrúmsloftið sem hefur breyst á kaffihúsum, börum og veitingastöðum frá því reykingabannið tók gildi 1. júní, heldur hefur aðsóknarmynstur viðskiptavinanna einnig breyst. Kormákur Geirharðsson veitingamaður á Ölstofunni segir mikla breytingu á virkum dögum. Mun minna sé um að fólk komi og fái sér drykk eftir vinnu og það komi einnig seinna um helgar. Sala í miðri viku hafi dregist saman um tíu til fimmtán prósent. Heimildir fréttastofu herma að á sumum börum þar sem ekki er seldur matur, og engin aðstaða er utandyra fyrir reykingarfólk, hafi sala dregist saman um allt að 70 prósent. Guðvarður Gíslason veitingamaður á Apótekinu segir minni aðsókn að kaffihúsi staðarins, en ekki veitingastaðnum. Jákvæðu breytingarnar séu meðal annars þær að fjölskyldur fari frekar með börnin út að borða, áður hafi þær oft snúið við í gættinni þegar þær gengu á reykingarvegg. Þá segir hann starfsfólkið, og hann sjálfan hæstánægt með breytinguna þar sem það geti nú lagst á koddann þegar það kemur úr vinnu, án þess að fara í sturtu fyrst. Kormákur varar þó við því að fólk geymi glös inni á veitingastöðum á meðan það fari út að reykja þar sem auðvelt sé að lauma ólyfjan í glösin. Innlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Dæmi eru um að sala á börum hafi dregist saman um allt að 70 prósent eftir að reykingarbannið tók gildi síðustu mánaðarmót. Aðstöðuleysi fyrir reykingarfólk utandyra er helsti orsakavaldur. Starfsfólk segir þó allt annað líf að að standa vaktir eftir breytinguna. Það er ekki bara andrúmsloftið sem hefur breyst á kaffihúsum, börum og veitingastöðum frá því reykingabannið tók gildi 1. júní, heldur hefur aðsóknarmynstur viðskiptavinanna einnig breyst. Kormákur Geirharðsson veitingamaður á Ölstofunni segir mikla breytingu á virkum dögum. Mun minna sé um að fólk komi og fái sér drykk eftir vinnu og það komi einnig seinna um helgar. Sala í miðri viku hafi dregist saman um tíu til fimmtán prósent. Heimildir fréttastofu herma að á sumum börum þar sem ekki er seldur matur, og engin aðstaða er utandyra fyrir reykingarfólk, hafi sala dregist saman um allt að 70 prósent. Guðvarður Gíslason veitingamaður á Apótekinu segir minni aðsókn að kaffihúsi staðarins, en ekki veitingastaðnum. Jákvæðu breytingarnar séu meðal annars þær að fjölskyldur fari frekar með börnin út að borða, áður hafi þær oft snúið við í gættinni þegar þær gengu á reykingarvegg. Þá segir hann starfsfólkið, og hann sjálfan hæstánægt með breytinguna þar sem það geti nú lagst á koddann þegar það kemur úr vinnu, án þess að fara í sturtu fyrst. Kormákur varar þó við því að fólk geymi glös inni á veitingastöðum á meðan það fari út að reykja þar sem auðvelt sé að lauma ólyfjan í glösin.
Innlent Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira