Öryrki eftir gálausan akstur 27. júní 2007 19:06 Í einum vetfangi missti fjölskyldumaður í fullri vinnu heilsuna og það líf sem hann áður þekkti - allt vegna bílstjóra sem var að flýta sér milli akreina. Baldvin Jónsson, fyrrverandi formaður Sniglanna, er öryrki í dag og svo fullur af skrúfum að hann þarf röntgenmyndir með til útlanda - svo hann komist í gegnum vopnaleitarhlið flugvallanna. Baldvin Jónsson - kallaður Baddi - atvinnubílstjóri á steypudælu, var nýorðinn faðir í annað sinn þegar hann ók mótorhjólinu sínu austur Miklubraut þann 4. maí 2004. Kominn yfir ljósin til móts við bensínstöðina veit hann ekki fyrr til en að bíll af þarnæstu akrein keyrir beint í hliðina á honum. Þetta dýrkeypta augnablik er honum minnisstætt. Á spítalanum kemur í ljós hversu illa hann er farinn.Mjaðmagrindin fór illa, krossbönd slitnuðu í báðum hnjám, hægri ökkli brotnaði, ristin líka, þindin hefur aldrei verið söm og er þá ekki allt upp talið. Sjálfsagt yrðu margir magnvana af reiði eftir svona slys - en menn hafa misjafna lund og Baldvin hana létta eins og sjá má á þessu viðtali sem tekið var skömmu eftir slysið.Hann hjólar í dag - og gengur - en er ekki léttur í spori enda nánast lamaður í öðrum ökklanum.Baldvin er ósáttur við það hvernig dómskerfið tekur á málum sem þessum. Ökumaðurinn sem keyrði á hann, segir Baldvin, sýndi vítavert gáleysi. Í héraðsdómi missti ökumaðurinn bílprófið í tvö ár og var dæmdur í skilorðsbundið 45 daga fangelsi og 150 þúsund króna sekt.Hæstiréttur lækkaði sektina niður í 80 þúsund og skilorðsbundið fangelsið niður í 30 daga. Bílstjórinn hélt ökuréttinum. Þessi refsing finnst Baldvin smotterí í samanburði við það sem hann hefur mátt þola. Fréttir Innlent Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Í einum vetfangi missti fjölskyldumaður í fullri vinnu heilsuna og það líf sem hann áður þekkti - allt vegna bílstjóra sem var að flýta sér milli akreina. Baldvin Jónsson, fyrrverandi formaður Sniglanna, er öryrki í dag og svo fullur af skrúfum að hann þarf röntgenmyndir með til útlanda - svo hann komist í gegnum vopnaleitarhlið flugvallanna. Baldvin Jónsson - kallaður Baddi - atvinnubílstjóri á steypudælu, var nýorðinn faðir í annað sinn þegar hann ók mótorhjólinu sínu austur Miklubraut þann 4. maí 2004. Kominn yfir ljósin til móts við bensínstöðina veit hann ekki fyrr til en að bíll af þarnæstu akrein keyrir beint í hliðina á honum. Þetta dýrkeypta augnablik er honum minnisstætt. Á spítalanum kemur í ljós hversu illa hann er farinn.Mjaðmagrindin fór illa, krossbönd slitnuðu í báðum hnjám, hægri ökkli brotnaði, ristin líka, þindin hefur aldrei verið söm og er þá ekki allt upp talið. Sjálfsagt yrðu margir magnvana af reiði eftir svona slys - en menn hafa misjafna lund og Baldvin hana létta eins og sjá má á þessu viðtali sem tekið var skömmu eftir slysið.Hann hjólar í dag - og gengur - en er ekki léttur í spori enda nánast lamaður í öðrum ökklanum.Baldvin er ósáttur við það hvernig dómskerfið tekur á málum sem þessum. Ökumaðurinn sem keyrði á hann, segir Baldvin, sýndi vítavert gáleysi. Í héraðsdómi missti ökumaðurinn bílprófið í tvö ár og var dæmdur í skilorðsbundið 45 daga fangelsi og 150 þúsund króna sekt.Hæstiréttur lækkaði sektina niður í 80 þúsund og skilorðsbundið fangelsið niður í 30 daga. Bílstjórinn hélt ökuréttinum. Þessi refsing finnst Baldvin smotterí í samanburði við það sem hann hefur mátt þola.
Fréttir Innlent Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira