Sport

Þjófnaður úr búningsherbergjum skekur tennisheiminn

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Albert Costa var rændur
Albert Costa var rændur NordicPhotos/GettyImages

Þjófar sem stunda það að laumast inn í búningsherbergi tennisspilara herja nú á Wimbledon mótið. Sá fyrsti sem var rændur á Wimbledon mótinu var Albert Costa, sem eitt sinn sigraði Franska opna meistaramótið. Tösku sem innihélt óuppgefna upphæð af evrum og dollurum var rænt af Costa.

Einnig var rænt veski af franska spilaranum Michael Llodra. „Við gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig," sagði talsmaður Wimbledon mótsins eftir að tilkynnt var um þjófnaðinn. Þrátt fyrir að öryggisgæsla sé ströng í kringum búningsherbergin er þetta enn eitt tilvikið sem þess konar atvik gerist. Ekki hefur verið útilokað að innherjamaður sé viðriðinn málið.

Að minnsta kosti 15 búningsherbergjaþjófnaðir hafa verið tilkynntir á þessu ári, allt frá Melbourne til París.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×