Minningartónleikar um Díönu fóru fram í gær

Minningartónleikar um Díönu Prinsessu af Wales fóru fram í Lundúnum í gær. Rúmlega sextíu þúsund manns hlýddu á stórstjörnur eins og Tom Jones, Elton John og Rod Stewart syngja sín bestu lög. Synir Díönu, William og Harry, skipulögðu tónleikana í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá því móðir þeirra lést. Allur ágóði tónleikanna fór í góðgerðarmál.