Launabaráttu lauk með slagsmálum 2. júlí 2007 18:28 Tveir pólskir verkamenn lentu í átökum við syni yfirmanns síns í Mosfellsbæ í morgun. Svo virðist sem slagsmálin hafi brotist út vegna óánægju pólverjanna með launin sín. Mennirnir sögðu upp á staðnum. Hafdís Hafsteinsdóttir sat í makindum sínum fyrir utan íbúðina sína í Mosfellsbæ í sólbaði um níuleytið í morgun. Gengu þá tveir menn haltrandi eftir veginum til móts við íbúðina með íþróttatöskur og poka. Þeir báðu hana um að hringja á lögreglu fyrir sig, sem hún og gerði. Lögreglubíll kom fljótlega á staðinn og skömmu síðar sjúkrabíll.Ekki náðist í pólsku verkamennina tvo í dag en að sögn vakthafandi læknis á slysadeild reyndist annar þeirra marinn og krambúleraður en lítið slasaður. Læknirinn útilokar að sleggja hefði verið notuð sem barefli.Samkvæmt heimildum fréttastofu var atburðarásin sú að pólsku verkamennirnir, sem unnu hjá pappa.is, neituðu í morgun að fara í verk til Eyja nema þeir fengju útborgað. Þeim var lofað að launin kæmu í dag. Þá hafi þeir neitað að fara nema þeir fengju launahækkun. Eigandinn vildi ekki ganga að þeirri kröfu og mennirnir sögðu upp. Þeir voru beðnir að rýma húsnæði pappa.is í Mosfellsbæ þar sem þeir bjuggu. Þeir neituðu svo eigandinn, sem var kominn til Eyja, bað syni sína að aðstoða við að bera Pólverjana út. Þá virðist allt hafa farið úr böndunum og slagsmál brutust út sem luku með því að pólverjarnir yfirgáfu húsið með pjönkur sínar. Í kjölfarið gengu vinir þeirra tveir, pólskir, líka út. Utan eigandans er því aðeins einn starfsmaður eftir hjá pappa.is.Þegar fréttastofa náði sambandi við eigandann nú síðdegis sagðist hann búinn að greiða Pólverjunum, meira en þeim ber - enda hafi hann rétt til að halda eftir launum starfsmanna sem segja upp fyrirvaralaust en þeir voru búnir að starfa hjá honum síðan 20. maí og voru ráðnir skriflega til fjögurra mánaða. Fréttir Innlent Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Tveir pólskir verkamenn lentu í átökum við syni yfirmanns síns í Mosfellsbæ í morgun. Svo virðist sem slagsmálin hafi brotist út vegna óánægju pólverjanna með launin sín. Mennirnir sögðu upp á staðnum. Hafdís Hafsteinsdóttir sat í makindum sínum fyrir utan íbúðina sína í Mosfellsbæ í sólbaði um níuleytið í morgun. Gengu þá tveir menn haltrandi eftir veginum til móts við íbúðina með íþróttatöskur og poka. Þeir báðu hana um að hringja á lögreglu fyrir sig, sem hún og gerði. Lögreglubíll kom fljótlega á staðinn og skömmu síðar sjúkrabíll.Ekki náðist í pólsku verkamennina tvo í dag en að sögn vakthafandi læknis á slysadeild reyndist annar þeirra marinn og krambúleraður en lítið slasaður. Læknirinn útilokar að sleggja hefði verið notuð sem barefli.Samkvæmt heimildum fréttastofu var atburðarásin sú að pólsku verkamennirnir, sem unnu hjá pappa.is, neituðu í morgun að fara í verk til Eyja nema þeir fengju útborgað. Þeim var lofað að launin kæmu í dag. Þá hafi þeir neitað að fara nema þeir fengju launahækkun. Eigandinn vildi ekki ganga að þeirri kröfu og mennirnir sögðu upp. Þeir voru beðnir að rýma húsnæði pappa.is í Mosfellsbæ þar sem þeir bjuggu. Þeir neituðu svo eigandinn, sem var kominn til Eyja, bað syni sína að aðstoða við að bera Pólverjana út. Þá virðist allt hafa farið úr böndunum og slagsmál brutust út sem luku með því að pólverjarnir yfirgáfu húsið með pjönkur sínar. Í kjölfarið gengu vinir þeirra tveir, pólskir, líka út. Utan eigandans er því aðeins einn starfsmaður eftir hjá pappa.is.Þegar fréttastofa náði sambandi við eigandann nú síðdegis sagðist hann búinn að greiða Pólverjunum, meira en þeim ber - enda hafi hann rétt til að halda eftir launum starfsmanna sem segja upp fyrirvaralaust en þeir voru búnir að starfa hjá honum síðan 20. maí og voru ráðnir skriflega til fjögurra mánaða.
Fréttir Innlent Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira