Launabaráttu lauk með slagsmálum 2. júlí 2007 18:28 Tveir pólskir verkamenn lentu í átökum við syni yfirmanns síns í Mosfellsbæ í morgun. Svo virðist sem slagsmálin hafi brotist út vegna óánægju pólverjanna með launin sín. Mennirnir sögðu upp á staðnum. Hafdís Hafsteinsdóttir sat í makindum sínum fyrir utan íbúðina sína í Mosfellsbæ í sólbaði um níuleytið í morgun. Gengu þá tveir menn haltrandi eftir veginum til móts við íbúðina með íþróttatöskur og poka. Þeir báðu hana um að hringja á lögreglu fyrir sig, sem hún og gerði. Lögreglubíll kom fljótlega á staðinn og skömmu síðar sjúkrabíll.Ekki náðist í pólsku verkamennina tvo í dag en að sögn vakthafandi læknis á slysadeild reyndist annar þeirra marinn og krambúleraður en lítið slasaður. Læknirinn útilokar að sleggja hefði verið notuð sem barefli.Samkvæmt heimildum fréttastofu var atburðarásin sú að pólsku verkamennirnir, sem unnu hjá pappa.is, neituðu í morgun að fara í verk til Eyja nema þeir fengju útborgað. Þeim var lofað að launin kæmu í dag. Þá hafi þeir neitað að fara nema þeir fengju launahækkun. Eigandinn vildi ekki ganga að þeirri kröfu og mennirnir sögðu upp. Þeir voru beðnir að rýma húsnæði pappa.is í Mosfellsbæ þar sem þeir bjuggu. Þeir neituðu svo eigandinn, sem var kominn til Eyja, bað syni sína að aðstoða við að bera Pólverjana út. Þá virðist allt hafa farið úr böndunum og slagsmál brutust út sem luku með því að pólverjarnir yfirgáfu húsið með pjönkur sínar. Í kjölfarið gengu vinir þeirra tveir, pólskir, líka út. Utan eigandans er því aðeins einn starfsmaður eftir hjá pappa.is.Þegar fréttastofa náði sambandi við eigandann nú síðdegis sagðist hann búinn að greiða Pólverjunum, meira en þeim ber - enda hafi hann rétt til að halda eftir launum starfsmanna sem segja upp fyrirvaralaust en þeir voru búnir að starfa hjá honum síðan 20. maí og voru ráðnir skriflega til fjögurra mánaða. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Sjá meira
Tveir pólskir verkamenn lentu í átökum við syni yfirmanns síns í Mosfellsbæ í morgun. Svo virðist sem slagsmálin hafi brotist út vegna óánægju pólverjanna með launin sín. Mennirnir sögðu upp á staðnum. Hafdís Hafsteinsdóttir sat í makindum sínum fyrir utan íbúðina sína í Mosfellsbæ í sólbaði um níuleytið í morgun. Gengu þá tveir menn haltrandi eftir veginum til móts við íbúðina með íþróttatöskur og poka. Þeir báðu hana um að hringja á lögreglu fyrir sig, sem hún og gerði. Lögreglubíll kom fljótlega á staðinn og skömmu síðar sjúkrabíll.Ekki náðist í pólsku verkamennina tvo í dag en að sögn vakthafandi læknis á slysadeild reyndist annar þeirra marinn og krambúleraður en lítið slasaður. Læknirinn útilokar að sleggja hefði verið notuð sem barefli.Samkvæmt heimildum fréttastofu var atburðarásin sú að pólsku verkamennirnir, sem unnu hjá pappa.is, neituðu í morgun að fara í verk til Eyja nema þeir fengju útborgað. Þeim var lofað að launin kæmu í dag. Þá hafi þeir neitað að fara nema þeir fengju launahækkun. Eigandinn vildi ekki ganga að þeirri kröfu og mennirnir sögðu upp. Þeir voru beðnir að rýma húsnæði pappa.is í Mosfellsbæ þar sem þeir bjuggu. Þeir neituðu svo eigandinn, sem var kominn til Eyja, bað syni sína að aðstoða við að bera Pólverjana út. Þá virðist allt hafa farið úr böndunum og slagsmál brutust út sem luku með því að pólverjarnir yfirgáfu húsið með pjönkur sínar. Í kjölfarið gengu vinir þeirra tveir, pólskir, líka út. Utan eigandans er því aðeins einn starfsmaður eftir hjá pappa.is.Þegar fréttastofa náði sambandi við eigandann nú síðdegis sagðist hann búinn að greiða Pólverjunum, meira en þeim ber - enda hafi hann rétt til að halda eftir launum starfsmanna sem segja upp fyrirvaralaust en þeir voru búnir að starfa hjá honum síðan 20. maí og voru ráðnir skriflega til fjögurra mánaða.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Sjá meira