Þúsaldarmarkmiðin í hættu Guðjón Helgason skrifar 2. júlí 2007 19:37 Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um bættan hag þróunarríkjanna eru í hættu vegna loforðaflaums en lítilla efnda. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skorar á ríki heims að láta verkin tala. Þúsaldaryfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var undirrituð í september árið 2000 og samþykktu öll ríki samhljóða markmið sem þar voru skilgreind og átti að ná árið 2015. Meðal annars skal útrýma örbirgð og hungri, tryggja öllum börnum grunnmenntun, tryggja jafnrétti kynjanna og auka völd kvenna og fækka tilfellum af ungbarnadauða. Nú þegar tímabilið sem gefið var til framkvæmda er hálfnað sendu Sameinuðu þjóðirnar frá sér skýrslu í dag. Þar er bent á að aðeins hafi fimm ríki náð eða farið fram úr gamla takmarki samtakanna um að núll komma sjö prósent þjóðarframleiðslu renni til opinberrar þróunaraðstoðar, Danmörk, Holland, Lúxemborg, Noregur og Svíþjóð. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir nokkra framþróun hafa orðið en þó séu þúsaldarmarkmiðin í hættu. Heimurinn vilji ekki ný loforð heldur efndir á þeim gömlu. Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum, var gestur í Hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Hann segir íslensk stjórnvöld ekki hafa staðið sig þegar kemur að þróunaraðstoð. Þau væru ekki einu sinni hálfdrættingur á við þau ríki sem væru að ná eða hefðu náð 0,7% markinu. Stefnt sé að því að ná 0.35% af þjóðarframleiðslu í opinbera þróunaraðstoð fyrir árið 2009. Gæta þurfi þó sanngirni og benda á að vissulega hafi verið hagvöxtur og því meira borgað í krónum talið. Það sé hins vegar vilji almennings og fyrirtækja að leggja meira til og stjórnvöld hafi brugðist. Fréttir Innlent Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna um bættan hag þróunarríkjanna eru í hættu vegna loforðaflaums en lítilla efnda. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skorar á ríki heims að láta verkin tala. Þúsaldaryfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var undirrituð í september árið 2000 og samþykktu öll ríki samhljóða markmið sem þar voru skilgreind og átti að ná árið 2015. Meðal annars skal útrýma örbirgð og hungri, tryggja öllum börnum grunnmenntun, tryggja jafnrétti kynjanna og auka völd kvenna og fækka tilfellum af ungbarnadauða. Nú þegar tímabilið sem gefið var til framkvæmda er hálfnað sendu Sameinuðu þjóðirnar frá sér skýrslu í dag. Þar er bent á að aðeins hafi fimm ríki náð eða farið fram úr gamla takmarki samtakanna um að núll komma sjö prósent þjóðarframleiðslu renni til opinberrar þróunaraðstoðar, Danmörk, Holland, Lúxemborg, Noregur og Svíþjóð. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir nokkra framþróun hafa orðið en þó séu þúsaldarmarkmiðin í hættu. Heimurinn vilji ekki ný loforð heldur efndir á þeim gömlu. Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi Sameinuðu þjóðanna á Norðurlöndum, var gestur í Hádegisviðtalinu á Stöð 2 í dag. Hann segir íslensk stjórnvöld ekki hafa staðið sig þegar kemur að þróunaraðstoð. Þau væru ekki einu sinni hálfdrættingur á við þau ríki sem væru að ná eða hefðu náð 0,7% markinu. Stefnt sé að því að ná 0.35% af þjóðarframleiðslu í opinbera þróunaraðstoð fyrir árið 2009. Gæta þurfi þó sanngirni og benda á að vissulega hafi verið hagvöxtur og því meira borgað í krónum talið. Það sé hins vegar vilji almennings og fyrirtækja að leggja meira til og stjórnvöld hafi brugðist.
Fréttir Innlent Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira