Þriggja ára bið Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 3. júlí 2007 18:45 Opinber neytendayfirvöld voru rösk þrjú ár að taka afstöðu til þess hvort Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hefðu brotið lög um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. Sérfræðingur hjá Neytendastofu segir málið eftirlegukind frá því Samkeppnisstofnun var lögð niður. Það var í maí 2004 sem Neytendasamtökin kvörtuðu undan sjónvarpsauglýsingu Samtakanna til Samkeppnisstofnunar sem þá hafði eftirlit með auglýsingum. 2005 var Samkeppnisstofnun lögð niður og verkefnin flutt til annars vegar Samkeppniseftirlitsins og hins vegar Neytendastofu. Enn liðu þó tvö ár þar til Neytendastofa sá sér fært að taka ákvörðun um kvörtun Neytendasamtakanna sem snerist um að í auglýsingu bankanna væri fullyrt að könnun Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja sýndi að þjónustugjöld banka væru lægst á Íslandi af Norðurlöndunum. Neytendasamtökin töldu auglýsingarnar villandi og ósanngjarnar gagnvart neytendum og könnunin sem vísað var í hefði verið gölluð. Niðurstaða Neytendastofu kom ekki fyrr en núna um mánaðamótin - röskum þremur árum síðar. Þar er fallist á sjónarmið Neytendasamtakanna og að auglýsingar bankanna hefðu verið brot gegn lögum. Erna Jónsdóttir sérfræðingur hjá Neytendastofu segir þetta mál, eins og mörg önnur, hafa tafist vegna flutnings verkefna frá Samkeppnisstofnun til Neytendastofu. Á bernskuárum stofunnar hafi menn orðið að forgangsraða og þetta mál lent aftarlega þar sem auglýsingarnar hafi veri hættar að birtast. Hún vildi ekki svara því hvort þetta væri slöpp neytendavernd fyrir fólkið í landinu en sagði að Neytendastofa myndi standa sig betur í framtíðinni. Fréttir Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Opinber neytendayfirvöld voru rösk þrjú ár að taka afstöðu til þess hvort Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hefðu brotið lög um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. Sérfræðingur hjá Neytendastofu segir málið eftirlegukind frá því Samkeppnisstofnun var lögð niður. Það var í maí 2004 sem Neytendasamtökin kvörtuðu undan sjónvarpsauglýsingu Samtakanna til Samkeppnisstofnunar sem þá hafði eftirlit með auglýsingum. 2005 var Samkeppnisstofnun lögð niður og verkefnin flutt til annars vegar Samkeppniseftirlitsins og hins vegar Neytendastofu. Enn liðu þó tvö ár þar til Neytendastofa sá sér fært að taka ákvörðun um kvörtun Neytendasamtakanna sem snerist um að í auglýsingu bankanna væri fullyrt að könnun Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja sýndi að þjónustugjöld banka væru lægst á Íslandi af Norðurlöndunum. Neytendasamtökin töldu auglýsingarnar villandi og ósanngjarnar gagnvart neytendum og könnunin sem vísað var í hefði verið gölluð. Niðurstaða Neytendastofu kom ekki fyrr en núna um mánaðamótin - röskum þremur árum síðar. Þar er fallist á sjónarmið Neytendasamtakanna og að auglýsingar bankanna hefðu verið brot gegn lögum. Erna Jónsdóttir sérfræðingur hjá Neytendastofu segir þetta mál, eins og mörg önnur, hafa tafist vegna flutnings verkefna frá Samkeppnisstofnun til Neytendastofu. Á bernskuárum stofunnar hafi menn orðið að forgangsraða og þetta mál lent aftarlega þar sem auglýsingarnar hafi veri hættar að birtast. Hún vildi ekki svara því hvort þetta væri slöpp neytendavernd fyrir fólkið í landinu en sagði að Neytendastofa myndi standa sig betur í framtíðinni.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira