Þriggja ára bið Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 3. júlí 2007 18:45 Opinber neytendayfirvöld voru rösk þrjú ár að taka afstöðu til þess hvort Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hefðu brotið lög um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. Sérfræðingur hjá Neytendastofu segir málið eftirlegukind frá því Samkeppnisstofnun var lögð niður. Það var í maí 2004 sem Neytendasamtökin kvörtuðu undan sjónvarpsauglýsingu Samtakanna til Samkeppnisstofnunar sem þá hafði eftirlit með auglýsingum. 2005 var Samkeppnisstofnun lögð niður og verkefnin flutt til annars vegar Samkeppniseftirlitsins og hins vegar Neytendastofu. Enn liðu þó tvö ár þar til Neytendastofa sá sér fært að taka ákvörðun um kvörtun Neytendasamtakanna sem snerist um að í auglýsingu bankanna væri fullyrt að könnun Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja sýndi að þjónustugjöld banka væru lægst á Íslandi af Norðurlöndunum. Neytendasamtökin töldu auglýsingarnar villandi og ósanngjarnar gagnvart neytendum og könnunin sem vísað var í hefði verið gölluð. Niðurstaða Neytendastofu kom ekki fyrr en núna um mánaðamótin - röskum þremur árum síðar. Þar er fallist á sjónarmið Neytendasamtakanna og að auglýsingar bankanna hefðu verið brot gegn lögum. Erna Jónsdóttir sérfræðingur hjá Neytendastofu segir þetta mál, eins og mörg önnur, hafa tafist vegna flutnings verkefna frá Samkeppnisstofnun til Neytendastofu. Á bernskuárum stofunnar hafi menn orðið að forgangsraða og þetta mál lent aftarlega þar sem auglýsingarnar hafi veri hættar að birtast. Hún vildi ekki svara því hvort þetta væri slöpp neytendavernd fyrir fólkið í landinu en sagði að Neytendastofa myndi standa sig betur í framtíðinni. Fréttir Innlent Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Opinber neytendayfirvöld voru rösk þrjú ár að taka afstöðu til þess hvort Samtök banka og verðbréfafyrirtækja hefðu brotið lög um eftirlit með óréttmætum viðskiptaháttum og gagnsæi markaðarins. Sérfræðingur hjá Neytendastofu segir málið eftirlegukind frá því Samkeppnisstofnun var lögð niður. Það var í maí 2004 sem Neytendasamtökin kvörtuðu undan sjónvarpsauglýsingu Samtakanna til Samkeppnisstofnunar sem þá hafði eftirlit með auglýsingum. 2005 var Samkeppnisstofnun lögð niður og verkefnin flutt til annars vegar Samkeppniseftirlitsins og hins vegar Neytendastofu. Enn liðu þó tvö ár þar til Neytendastofa sá sér fært að taka ákvörðun um kvörtun Neytendasamtakanna sem snerist um að í auglýsingu bankanna væri fullyrt að könnun Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja sýndi að þjónustugjöld banka væru lægst á Íslandi af Norðurlöndunum. Neytendasamtökin töldu auglýsingarnar villandi og ósanngjarnar gagnvart neytendum og könnunin sem vísað var í hefði verið gölluð. Niðurstaða Neytendastofu kom ekki fyrr en núna um mánaðamótin - röskum þremur árum síðar. Þar er fallist á sjónarmið Neytendasamtakanna og að auglýsingar bankanna hefðu verið brot gegn lögum. Erna Jónsdóttir sérfræðingur hjá Neytendastofu segir þetta mál, eins og mörg önnur, hafa tafist vegna flutnings verkefna frá Samkeppnisstofnun til Neytendastofu. Á bernskuárum stofunnar hafi menn orðið að forgangsraða og þetta mál lent aftarlega þar sem auglýsingarnar hafi veri hættar að birtast. Hún vildi ekki svara því hvort þetta væri slöpp neytendavernd fyrir fólkið í landinu en sagði að Neytendastofa myndi standa sig betur í framtíðinni.
Fréttir Innlent Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira