
Erlent
25 liðsmenn al-Kaída drepnir í Írak
Bandaríski herinn drap 25 vígamenn í átökum norður af Bagdad í nótt. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá hernum nú í morgun. Samkvæmt henni voru átökin hluti af þriggja daga aðgerð nærri bænum Mukhisa í Diyaa héraðinu. Þar eru nú rúmlega tíu þúsund bandarískir og írakskir hermenn staddir til þess að berjast gegn liðsmönnum al-Kaída sem þar hafa aðsetur.