Ekki vísað úr landi Guðjón Helgason skrifar 11. júlí 2007 18:30 Lögreglan rannsakar hvort þriðji aðili hafi hagnast af þjónustu vændiskonu sem auglýst var að stæði mönnum til boða á kunnu hóteli í Reykjavík. Lögreglan yfirheyrði konuna í dag og segir að enn sem komið er bendi ekkert til þess að um mansal hafi verið að ræða. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um rússneska vefsíðu þar sem hægt var að panta eina klukkustund eða fleiri með konu sem kallaði sig Ornellu og var sögð stödd í Reykjavík. Á síðunni var útlistuð kynlífsþjónusta sem í boði var og fór ekki á milli mála hvað átt var við. Verðlisti var gefinn upp og auðvelt að panta tíma. Það gerði fréttastofan og fékk boð innan klukkustundar um að mæta á herbergi á Hótel Nordica. Þegar þangað var komið vildi konan hins vegar ekki veita viðtal. Í morgun var búið að breyta heimsíðunni og ekki lengur hægt að bóka tíma hjá Ornellu. Eftir útsendingu fréttarinnar kom lögregla og yfirheyrði konuna og boðaði hana í skýrslutöku. Konan mætti svo á lögreglustöðina í morgun ásamt íslenskum lögmanni og var túlkur fenginn. Skýrslutöku lauk á fjórða tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins verður konunni ekki vísað úr landi þar sem hún hafi ekki brotið lög. Nú verði farið yfir framburð konunnar og málið kannað nánar. Ekkert bendi til þess að um mansal hafi verið að ræða. Konan hafi komið hingað á vegum franskrar umboðsskrifstofu eins og það var orðað. Skoaða verður hvort þriðji aðili kunni að tengjast málinu og þá hér á landi - en samkvæmt almennum hegingarlögum varðar það allt að fjögurra ára fangelsisvist að hafa atvinnu eða viðurværi af vændi annarra eða þá að flytja einhvern til landsins til að hafa viðurværi sitt af vændi. Eiríkur Beck, öryggisstjóri Icelandair hótela, segir að vissulega geti komið upp mál sem þessi á hótelum hvar sem er í heiminum. Viðbragðsáætlun sé í gildi á Nordica sem og öðrum Icelandair hótelum og henni fylgt eftir að frétt Stöðvar 2 í gær. Konunni hafi verið vísað af hótelinu. Fréttir Innlent Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Sjá meira
Lögreglan rannsakar hvort þriðji aðili hafi hagnast af þjónustu vændiskonu sem auglýst var að stæði mönnum til boða á kunnu hóteli í Reykjavík. Lögreglan yfirheyrði konuna í dag og segir að enn sem komið er bendi ekkert til þess að um mansal hafi verið að ræða. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um rússneska vefsíðu þar sem hægt var að panta eina klukkustund eða fleiri með konu sem kallaði sig Ornellu og var sögð stödd í Reykjavík. Á síðunni var útlistuð kynlífsþjónusta sem í boði var og fór ekki á milli mála hvað átt var við. Verðlisti var gefinn upp og auðvelt að panta tíma. Það gerði fréttastofan og fékk boð innan klukkustundar um að mæta á herbergi á Hótel Nordica. Þegar þangað var komið vildi konan hins vegar ekki veita viðtal. Í morgun var búið að breyta heimsíðunni og ekki lengur hægt að bóka tíma hjá Ornellu. Eftir útsendingu fréttarinnar kom lögregla og yfirheyrði konuna og boðaði hana í skýrslutöku. Konan mætti svo á lögreglustöðina í morgun ásamt íslenskum lögmanni og var túlkur fenginn. Skýrslutöku lauk á fjórða tímanum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins verður konunni ekki vísað úr landi þar sem hún hafi ekki brotið lög. Nú verði farið yfir framburð konunnar og málið kannað nánar. Ekkert bendi til þess að um mansal hafi verið að ræða. Konan hafi komið hingað á vegum franskrar umboðsskrifstofu eins og það var orðað. Skoaða verður hvort þriðji aðili kunni að tengjast málinu og þá hér á landi - en samkvæmt almennum hegingarlögum varðar það allt að fjögurra ára fangelsisvist að hafa atvinnu eða viðurværi af vændi annarra eða þá að flytja einhvern til landsins til að hafa viðurværi sitt af vændi. Eiríkur Beck, öryggisstjóri Icelandair hótela, segir að vissulega geti komið upp mál sem þessi á hótelum hvar sem er í heiminum. Viðbragðsáætlun sé í gildi á Nordica sem og öðrum Icelandair hótelum og henni fylgt eftir að frétt Stöðvar 2 í gær. Konunni hafi verið vísað af hótelinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Sjá meira