Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa fyrirskipað lokun karíókístaða sem og internetkaffihúsa þar sem leyniþjónusta landsins telur þetta tvennt ógna þjóðaröryggi. Samkvæmt flóttamönnum frá Norður-Kóreu er almenningur ekki mikið á þannig stöðum, sem flestir eru við landamæri Kína, heldur frekar viðskiptamenn erlendis frá.
Framvegis fá aðeins staðir sem stjórnvöld samþykkja að starfa í internet- eða karíókígeiranum. Þeir sem þráast við og halda úti slíkum stöðum gætu átt von á því að verða sendir í útlegð hingað og þangað um Norður-Kóreu.
Suður-kóreskt dagblað skýrði frá þessu á miðvikudaginn var.