Erlent

Tvö stærstu fljót Kína þorna upp

Dregið hefur umtalsvert úr vatnsmagni tveggja stærstu fljóta Kína, Huang He og Yangtze. Uppsprettur fljótanna í votlendi, jöklum og fljótum hafa gengið mikið til þurrðar undanfarna fjóra áratugi. Er þetta rakið til hækkunar hitastigs jarðar.

Vísindamenn sem skoðuðu svæðin umhverfis fljótin komust meðal annars að því að votlendin, hvaðan vatn rennur í Yangtze, hafa minnkað um 29 prósent, og ein af hverjum fimm ám sem runnu í fljótið hafa þornað upp. Þá hafa jöklar á hásléttum Tíbet minnkað um þrjátíu prósent.

Fréttavefur CBC greinir frá þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×