Totti hótar að segja sig úr leikmannasamtökunum 18. júlí 2007 17:11 AFP Francesco Totti, fyrirliði Roma á Ítalíu, hefur nú hótað að segja sig úr leikmannasamtökunum þar í landi vegna deilu í tengslum við það hvenær keppni hefst í A-deildinni í sumar. Deildin á að byrja 26. ágúst, eða seinna en flestar aðrar deildarkeppnir í Evrópu. Þetta segir Totti að komi niður á ítalska landsliðinu í undankeppni EM. Deilan byrjaði í síðasta mánuði þegar nefnd fulltrúa liðanna í A- og B-deildunum ákvað að deildarkeppnin ætti að byrja þann 26. ágúst. Þetta þykir Roberto Donadoni landsliðsþjálfarar og fleirum vera glórulaus tímasetning og vilja þeir að deildin byrji fyrr, svo leikmenn séu komnir í góða æfingu fyrir landsleikina í september þegar Ítalir spila mikilvæga leiki við Frakka og Úkraínumenn. "Ég er tilbúinn að segja mig úr leikmannasamtökunum til að mótmæla þessum ráðstöfunum og það er furðulegt að aldrei skuli vera hlustað á mennina sem þessar ráðstafanir snerta beint - leikmennina sjálfa," sagði Totti. Það er kominn tími til að við látum í okkur heyra. Við vildum byrja 19. ágúst og fá auka hvíld í kring um jólin í staðinn. Það hefði líka gert landsliðinu kleift að koma betur undirbúið inn í landsleikina í september. Þeir sem ákváðu að deildin hæfist 26. ágúst kæra sig kollótta um þarfir landsliðsþjálfarans," sagði Totti. Ítalska A-deildin byrjar mun síðar en aðrar deildir á meginlandinu, en til samanburðar má nefna að deildin á Englandi hefst þann 11. ágúst og franska deildin hefst strax þann 4. ágúst. Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Francesco Totti, fyrirliði Roma á Ítalíu, hefur nú hótað að segja sig úr leikmannasamtökunum þar í landi vegna deilu í tengslum við það hvenær keppni hefst í A-deildinni í sumar. Deildin á að byrja 26. ágúst, eða seinna en flestar aðrar deildarkeppnir í Evrópu. Þetta segir Totti að komi niður á ítalska landsliðinu í undankeppni EM. Deilan byrjaði í síðasta mánuði þegar nefnd fulltrúa liðanna í A- og B-deildunum ákvað að deildarkeppnin ætti að byrja þann 26. ágúst. Þetta þykir Roberto Donadoni landsliðsþjálfarar og fleirum vera glórulaus tímasetning og vilja þeir að deildin byrji fyrr, svo leikmenn séu komnir í góða æfingu fyrir landsleikina í september þegar Ítalir spila mikilvæga leiki við Frakka og Úkraínumenn. "Ég er tilbúinn að segja mig úr leikmannasamtökunum til að mótmæla þessum ráðstöfunum og það er furðulegt að aldrei skuli vera hlustað á mennina sem þessar ráðstafanir snerta beint - leikmennina sjálfa," sagði Totti. Það er kominn tími til að við látum í okkur heyra. Við vildum byrja 19. ágúst og fá auka hvíld í kring um jólin í staðinn. Það hefði líka gert landsliðinu kleift að koma betur undirbúið inn í landsleikina í september. Þeir sem ákváðu að deildin hæfist 26. ágúst kæra sig kollótta um þarfir landsliðsþjálfarans," sagði Totti. Ítalska A-deildin byrjar mun síðar en aðrar deildir á meginlandinu, en til samanburðar má nefna að deildin á Englandi hefst þann 11. ágúst og franska deildin hefst strax þann 4. ágúst.
Ítalski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Fótbolti „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira